Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tvímennt í hverju rúmi
Líf og starf 8. desember 2022

Tvímennt í hverju rúmi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Guðni Ágústsson ólst upp í Flóanum upp úr miðri síðustu öld í sextán systkina hópi og með annan fótinn í fornum tíma. Í bókinni Guðni – Flói bernsku minnar sest hann upp í bíl og býður lesandanum í ferð á vit æskustöðvanna í fortíð og nútíð.

Guðni segir að í bókinni sé að finna sögu sveitanna og sögu sveitarinnar þar sem hann ólst upp í sjötíu ár og saga fólksins. „Í bókinni segi ég frá því merkilega fólki sem gerði Ísland að því sem það er í dag. Þarna er að finna karaktera sem eru fram úr hófi merkilegir og kunnu að svara fyrir sig. Sögur af mörgum litríkum persónum og atburðum.“

Guðjón Ragnar Jónsson skrásetur sögurnar eftir Guðna, sem segir að sér sé tamt að tala og segja sögur.

Saga fólksins í sveitinni

„Það koma margar persónur fram í bókinni og þar á meðal Bobby Fischer sem ég tel orðið sveitunga minn, enda liggur hann í kirkjugarði sveitarinnar. Sjálfur lít ég á bókina sem bók sveitamanna og tel að hver sá sem les sögurnar muni þekkja marga karakterana úr sinni sveit.
Fólkið sem sagt er frá var hvorki menntað né langskólagengið og í mesta lagi fengið kennslu í farskóla og barnaskóla en þrátt fyrir það gríðarlega öflugir einstaklingar sem til eru skemmtilegar sögur af.“

Huldukonan á Brúnastöðum

Bókin segir einnig frá lífinu á Brúnastöðum, æskuheimili Guðna. „Ég segi mikið frá móður minni sem var kölluð huldukonan en það hefur ekki verið gert áður.

Faðir minn var þingmaður og áberandi en móðir mín lítið fyrir sviðsljósið og það fór lítið fyrir henni á mannamótum. Hún átti sextán börn á tuttugu og einu ári og mikill skörungur á sinn hægláta hátt.

Í bókinni er að finna teikningu Sigmund, sem teiknaði lengi skopmyndir fyrir Morgunblaðið, af æskuheimili mínu, 70 fermetra, þar sem tvímennt er í hverju rúmi.“

Lifandi lýsingar

Í frásögnum Guðna má greina einlægni og jafnvel söknuð eftir veröld sem var, þegar hugur var í mönnum og sveitirnar að styrkjast en á sama tíma er glettnin aldrei langt undan. Í bókinni, sem er bæði fróðleg og skemmtileg lesning, er að finna sögur af föngum af Litla-Hrauni sem sluppu út, af skemmtilegum atburðum og mönnum eins og Kristni í Halakoti og Sigga á Neistastöðum.

Skylt efni: Bækur | bókaútgáfa

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...