Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bárður.
Bárður.
Fréttir 27. nóvember 2024

Tveir nýir feldhrútar á sæðingastöð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Eins og nýlega hefur verið greint frá hér í blaðinu er feldfjárrækt nú komin inn í Fjárvís og í nýútkominni Hrútaskrá má finna tvo nýja „feldhrúta“ sem komnir eru á sæðingastöð.

Árni Brynjar Bragason, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að hrútarnir séu ólíkir.

„Annar þeirra, Silfurprúður, kemur úr gamalgrónu ræktuninni á Melhól og dæmdist mjög vel sem lamb, feldlega séð,“ útskýrir Árni.

„Hinn heitir Bárður, en hann er aftur afrakstur sæðinga síðustu ára utan V-Skaft. Fæddur á Bjarnahöfn á Snæfellsnesi þar sem feldfjárrækt hefur aðeins verið reynd en faðir hans er fæddur hjá Ólafi Helga Ólafssyni, frístundabónda í Ólafsvík, sem aðeins er að prófa þessa ræktun líka.“

„Þessi stöðvarhrútur var síðan seldur sem haustlamb að Glitstöðum í Norðurárdal þar sem hann hefur verið að gefa ótrúlega góð feldgæði þó hann sé aðeins 63 prósent af feldfjárættum. Hann er tekinn inn á stöð núna til að fá nýtt blóð að hluta og þá ekki síst hugsaður til nota fyrir stærstu hjarðir feldfjár á Suðurlandi,“ segir Árni enn fremur um Bárð.

Hrútaskráin er nú aðgengileg á vefnum, hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, þar sem hægt er að fá ítarlegri upplýsingar um þessa tvo tvo nýju feldhrúta.

Silfurprúður

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...