Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bárður.
Bárður.
Fréttir 27. nóvember 2024

Tveir nýir feldhrútar á sæðingastöð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Eins og nýlega hefur verið greint frá hér í blaðinu er feldfjárrækt nú komin inn í Fjárvís og í nýútkominni Hrútaskrá má finna tvo nýja „feldhrúta“ sem komnir eru á sæðingastöð.

Árni Brynjar Bragason, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að hrútarnir séu ólíkir.

„Annar þeirra, Silfurprúður, kemur úr gamalgrónu ræktuninni á Melhól og dæmdist mjög vel sem lamb, feldlega séð,“ útskýrir Árni.

„Hinn heitir Bárður, en hann er aftur afrakstur sæðinga síðustu ára utan V-Skaft. Fæddur á Bjarnahöfn á Snæfellsnesi þar sem feldfjárrækt hefur aðeins verið reynd en faðir hans er fæddur hjá Ólafi Helga Ólafssyni, frístundabónda í Ólafsvík, sem aðeins er að prófa þessa ræktun líka.“

„Þessi stöðvarhrútur var síðan seldur sem haustlamb að Glitstöðum í Norðurárdal þar sem hann hefur verið að gefa ótrúlega góð feldgæði þó hann sé aðeins 63 prósent af feldfjárættum. Hann er tekinn inn á stöð núna til að fá nýtt blóð að hluta og þá ekki síst hugsaður til nota fyrir stærstu hjarðir feldfjár á Suðurlandi,“ segir Árni enn fremur um Bárð.

Hrútaskráin er nú aðgengileg á vefnum, hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, þar sem hægt er að fá ítarlegri upplýsingar um þessa tvo tvo nýju feldhrúta.

Silfurprúður

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...