Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tvær bækur skáldkvenna
Líf og starf 2. nóvember 2022

Tvær bækur skáldkvenna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bókasamlagið hefur sent frá sér tvær bækur í samvinnu við skáldkonurnar Sveinbjörgu Sveinbjörnsdóttur og Lilju Magnúsardóttur. Báðar sögurnar gerast í sveit á fyrri tímum.

Önnur bókin er heimildaskáldsaga ættuð úr Skagafirði á 18. öld og segir frá ferð vinnukonu til Vesturheims. Hin bókin fjallar um líf barna í sveit fyrir nokkrum áratugum.

Aldrei nema vinnukona

Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir er höfundur bókarinnar Aldrei nema vinnukona. Sagan gerist um aldamótin síðustu og segir frá vinnukonunni Þuríði Guðmundsdóttur sem fór utan til Ameríku 36 ára gömul til að freista gæfunnar.

Sagan segir frá ferðalagi hennar vestur í heim en á þeirri ferð rifjar hún upp 16 ára starfsferil sem vinnukona í Skagafirði og Húnavatnssýslu.
Saga Þuríðar er einnig saga annarra kvenna og þjóðarinnar allrar á erfiðum tímum. Seinni hluti 19. aldar einkenndist af sívaxandi erfiðleikum bænda vegna hafísa, eldgosa, skipskaða, veikinda og barnadauða.

Þess vegna varð freistandi að flytja til Ameríku í von um meira frelsi og betri afkomu.

Gaddavír og gotterí

Gaddavír og gotterí eftir Lilju Magnúsdóttur segir stuttar sögur af lífi barna í sveit á Íslandi fyrir nokkrum áratugum. Lífið er einfalt og skemmtilegt en líka flókið og hættulegt. Börnin leika sér mikið ein og verða að hafa ofan af fyrir sér sjálf. Dýrin og náttúran eru lífið sjálft. Ævintýri hversdagsins eru viðfangsefnið.

Þessi heimur er okkur horfinn, heimur þar sem voru engin fjarskipti nema sveitasíminn, og enginn skjár nema eitt svarthvítt sjónvarp í stofunni á betri bæjum. Alltsnýstumbúskapinn og dýrin. Hestarnir eru leikfélagarnir. Þeir eru oftast góðir en stundum láta þeir ekki að stjórn og þeir geta líka veikst og dáið. Hænurnar þarf að baða og það gengur ekki átakalaust. Óveður og rafmagnsleysi þekkja allir úr sveitinni, gat verið þreytandi og stundum varasamt. Réttirnar eru toppurinn á tilverunni, heill dagur af skemmtilegheitum en líka áhættuatriðum.

Skylt efni: Bækur | bókaútgáfa

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...