Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Rembrandt - túlípanar
Rembrandt - túlípanar
Á faglegum nótum 24. september 2019

Túlípanar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Túlípanar eru til í mörgum stærðum, gerðum og litum og þeir eru margbreytilegir hvað varðar blómlögun og blómgunartíma. Árið 1996 var þeim skipt í 15 deildir eða flokka í samræmi við þennan breytileika.

Deildir 12 til 15 eru það sem kallast bótanískir túlípanar en það eru túlípanar sem hafa verið lítið framræktaðir og líkjast því villtum túlípönum eins og þeir finnast í náttúrunni.

1. Ártúlípanar sem eru einfaldir og snemmblómstrandi, í byrjun maí. Blómin klukku- eða skálalaga. Stöngullinn milli 20 og 30 sentímetra hár. Harðgerðir og standa lengi.

2. Ártúlípanar sem eru ofkrýndir og snemmblómstrandi, um miðjan maí. Stöngullinn 30 til 40 sentímetra hár. Fremur viðkvæmir.

3. Tromptúlípanar. Snemm­blómstrandi, í lok maí, stöngullinn 45 sentímetra háir.

4. Kjörtúlípanar eða Darwins-túlípanar eru mjög harðgerðir, stöngullinn 60 sentímetra háir. Blómgast í byrjun júní. Líklega algengust túlípanarnir hér á landi.

5. Síðtúlípanar eru einfaldir og síðblómstrandi. Stundum kallaðir kotatúlípanar. Allt að 60 sentímetra háir. Blómgast í lok júní og byrjun júlí.

6. Liljutúlípanar. Upphaflega flokkaðir sem kotatúlípanar en settir sem sérdeild 1958. Stöngullinn 30 til 60 sentímetra hár. Blómblöðin hvöss og blómlögunin svipuð og hjá gömlum tyrkneskum túlípönum. Blómgast í lok júní og byrjun júlí.

7. Kögurtúlípanar. Stöngullinn 30 til 45 sentímetra hár. Krónublöðin kögruð á jöðrunum. Eru komnir af kotatúlípönum og blómgast um sama leyti.

8. Grænblóma. Stöngullinn stinnur, 30 til 60 sentímetra hár. Blómblöðin með grænni slikju. Blómgast fremur seint í júlílok en standa mjög lengi.

9. Rembrandt-túlípanar voru vinsælir í eina tíð en fremur sjaldséðir nú til dags. Blómin oft marglit vegna vírussýkingar sem herjaði á laukinn. Mest ræktaðir af söfnurum og yfirleitt ekki í almennri sölu.

10. Páfagaukstúlípanar. Blómhnappurinn líkist páfagauksnefi og krónublöðin kurlast í allar áttir eins og fjaðraskraut. Stöngullinn 40 til 60 sentímetra hár. Stökkbreytingar frá ýmsum síð- eða kotatúlípönum, en blómgast ögn síðar.

11. Bóndarósatúlípanar eða fylltir síðtúlípanar, ofkrýndir og síðblómstrandi. Viðkvæmir og með blómum sem minna á blóm bóndarósarinnar. 30 til 60 sentímetra háir. Blómgast í júlí. Þurfa gott skjól eða stuðning, blómin vilja slitna af í vindi.

12. Kaupmannatúlípanar eru bótanískir túlípanar. Blómið einfalt og opnar sig vel. Stöngullinn 15 til 30 sentímetra hár. Blómgast í apríl og maí.

13. Eldtúlípanar eru bótanískir túlípanar. Upphaflega víxlfrjóvgun milli kaupmanna- og dílatúlípana. Lágvaxinn, 20 til 45 sentímetrar. Blöðin grá- og gljágræn að lit. Blómgast í maí og júní.

14. Dílatúlípanar eru bótanískir túlípanar. Snemmblómstrandi. Stöngullinn 20 til 30 sentímetra hár. Blómgast í maí.

15. Villitúlípanar eru ýmsar bótanískar smávaxnar tegundir. Harðgerðir en lágvaxnir, stöngullinn 10 til 30 sentímetrar á hæð. Fljótir að aðlaga sig og henta í sumarbústaðalönd. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur
14. desember 2021

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur

Nýir orkugjafar og hagkvæmni
28. febrúar 2025

Nýir orkugjafar og hagkvæmni

Hrossin eiga hug þeirra allan
30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Hettutrefill
5. febrúar 2025

Hettutrefill

Unnsteinn Mói
5. nóvember 2025

Unnsteinn Mói

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f