Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tryggjum nýliðun og skattalega hvata
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata

Höfundur: Heiðbrá Ólafsdóttir, kúabóndi á Stíflu í V-Landeyjum og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.

Það eru vissulega forréttindi að búa í sveit, ala upp börnin sín í faðmi náttúrunnar og í félagsskap málleysingja, kenna þeim gildi og lífsreglurnar með dugnað og ábyrgð að leiðarljósi.

Heiðbrá Ólafsdóttir.

En hvaða lífsgæði felast í því að vinna myrkvanna á milli, 365 daga ársins, kvölds og morgna, í alls konar aðstæðum, veðravítum og jafnvel rafmagnsleysi, lepja svo dauðann úr skel hver einustu mánaðamót og uppskera ekkert nema skilningsleysi og aðgerðarleysi stjórnvalda sem er einungis tíðrætt um matvælaöryggi og fæðuöryggi á tyllidögum. Eða rétt fyrir kosningar. En gera sér enga grein fyrir því hvaða vinna liggur í raun að baki hjá bændum landsins sem tryggja litlu þjóðinni í harðbýlu landi lengst út á ballarhafi fæðusjálfstæði. Vinnuframlag, dugnaður og þrautseigja bænda tryggja almannahagsmuni landsins, bændur brauðfæða þjóðina, á bestu en líka verstu tímum þjóðarinnar; hrunið, heimsfaraldur og stríðsrekstur í Evrópu.

Miðflokkurinn hefur alla sína tíð talað og staðið upp fyrir bændum landsins. Stefnan Miðflokksins er Ísland allt, byggðastefna sem styður og treystir hina dreifðari byggðir landsins. Landbúnaðurinn stendur í dag á ögurstundu til framtíðar litið, búum fækkar hratt með hverju árinu sem líður og um leið tækifærum ungs fólks að láta til sín taka í landbúnaði.

Miðflokkurinn mun tryggja nýliðun í landbúnaði með sértækum lánaflokki frá Byggðastofnun með möguleika á hlutdeildarláni að hámarki 20%. Hlutdeildarlánin yrðu án vaxta og afborgunar. Lánin yrðu veitt að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, t.a.m. að bújörðin sé í rekstri og jákvæð rekstraráætlun til 5 ára sé til staðar.

Miðflokkurinn mun tryggja fráfarandi bændum skattalega hvata til að selja bú sín í rekstri. En hvatinn hefur alltof lengi verið sá að brytja búin niður; selja framleiðsluna, gripina, vélar og tæki. Svo sitja bændur eftir á bújörðunum og horfa á ævistarf sitt grotna niður í órækt og útiljósin slökkva eitt af öðru í dalnum.

Miðflokkurinn hefur og mun alltaf standa með bændum landsins.

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...