Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tryggja þarf nýliðun
Fréttir 8. september 2022

Tryggja þarf nýliðun

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fæðuöryggi Íslendinga byggist á því að ungt fólk vilji leggja fyrir sig búskap og bújarðir haldist í byggð.

Meðalaldur starfandi bænda er rétt undir 60 árum og erfitt fyrir ungt fólk að taka við keflinu. Lág afkoma og hár stofnkostnaður verður til þess að fólk leitar í önnur störf. Þrúgandi skattbyrði við sölu á bújörðum verður til þess að framleiðsluréttur og búpeningur er seldur í burtu.

Á jörðum þar sem búskapur hefur verið felldur niður er ólíklegt að nýir aðilar endurreisi matvælaframleiðslu vegna kostnaðar.

„Það hefur alltaf verið þannig og mun verða þannig um ókomin ár að fólk þarf að borða.

Hverri þjóð er mikilvægt að framleiða sín matvæli því það er ekki forgangur neinnar þjóðar að flytja út matvæli þegar kreppir að,“ segir Steinþór Logi Arnarson, formaður Samtaka ungra bænda. Það er undir stjórnvöldum komið hvort hlúa eigi að ungu fólki sem vill stunda búskap. Ekki dugar að lækka þröskuldinn við að kaupa bújarðir, heldur þurfa tekjumöguleikar og félagslegt umhverfi að vera eftirsóknarvert.

Íslendingar þurfa að hafa aðgang að hollum og góðum matvælum sem framleidd eru í nálægð við neytendur. Innlenda landbúnaðarframleiðslu er ekki hægt að reisa við á einni nóttu ef kreppir að. Því er nauðsynlegt að greinin standi alltaf á traustum grunni.

– Sjá nánar á bls. 20–21. í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: nýliðun

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...