Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Tröllaskagahólf skilgreint sem sýkt hólf
Fréttir 19. nóvember 2020

Tröllaskagahólf skilgreint sem sýkt hólf

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í ljósi staðfestra riðutilfella í Tröllaskagahólfi er hólfið nú skilgreint í heild sinni sem riðusýkt hólf næstu 20 árin frá síðasta staðfesta tilfelli. Þegar riðuveiki er staðfest taka gildi ýmsar takmarkanir sbr. reglugerð um útrýmingu á riðuveiki, til dæmis er nú óheimilt að:

Flytja sauðfé til lífs milli hjarða.

Flytja milli bæja innan hólfsins hvaðeina, sem getur borið smitefni milli staða, svo sem hey, heyköggla og hálm, húsdýraáburð, túnþökur og gróðurmold nema með leyfi héraðsdýralæknis og að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
a. hey sé allt í plöstuðum stórböggum eða rúllu,
b. þökur séu aðeins notaðar á svæðum þar sem sauðfé kemst ekki að.

Flytja ull á milli bæja nema með leyfi héraðsdýralæknis.

Flytja fjárklippur, markatengur, lyfjadælur og annan tækjabúnað, sem óhreinkast hefur af fé eða hugsanlega smitmengast á annan hátt á sýktu svæði, til nota í landbúnaði á ósýktu svæði, án vottorðs frá héraðsdýralækni um að fullnægjandi sótthreinsun hafi átt sér stað.

Aðilar sem fara milli sóttvarnarsvæða, sýktra svæða, áhættusvæða eða ósýktra svæða, með tækjabúnað til landbúnaðarstarfa skulu fá leyfi héraðsdýralæknis og vottorð um að fullnægjandi sótthreinsun hafi átt sér stað. Þessi tæki og önnur sem óhreinkast af sauðfé á sýktum svæðum skulu sótthreinsuð samkvæmt fyrirmælum héraðsdýralæknis að lokinni notkun á hverjum stað/jörð.

Tröllaskagahólf bætist því í listann yfir sýkt varnarhólf á landinu en þau eru nú sex talsins:

Sýkt varnarhólf:

Vatnsneshólf

Húna- og Skagahólf

Tröllaskagahólf

Suðurfjarðahólf

Hreppa- Skeiða- og Flóahólf

Biskupstungnahólf

Allir flutningar á fé milli hjarða innan þessara svæða og frá þeim (yfir varnarlínur) eru bannaðir, sbr. reglugerð. Til að kaupa líffé inn á sýkt varnarsvæði þarf að sækja um leyfi til MAST, sbr. reglugerð nr. 550/2008. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...