Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Smásjármynf af Tritrichomonas foetus
Smásjármynf af Tritrichomonas foetus
Mynd / wikipedia.org
Fréttir 26. janúar 2022

Tritrichomonas greindist í ketti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sníkjudýrið Tritrichomonas foetus greindist nýverið í fyrsta sinn á Íslandi, í sýni úr ketti. Sníkjudýrið getur valdið krónískum niðurgangi í köttum. Ólíklegt er að sú gerð sníkjudýrsins sem lifir í köttum geti valdið sýkingum í öðrum dýrum og það er almennt ekki talið hættulegt fólki.

Í tilkynningu á heimasíðu Mast segir að saursýni úr ketti með krónískan niðurgang hafi nýlega verið sent til rannsóknar á rannsóknarstofuna „Finn Pathologist“ í Bretlandi frá Gæludýraklíníkinni í Reykjavík.

Í sýninu greindist meðal annars sníkjudýrið Tritrichomonas foetus sem er svipudýr, einfrumungur af ættbálki protozoa. Matvælastofnun hefur ekki áður borist tilkynning um greiningu á þessu sníkjudýri hér á landi.

Sníkjudýrið er þekkt sem orsakavaldur að krónískum niðurgangi í köttum. Annað afbrigði af sníkjudýrinu sem ber sama heiti veldur fósturláti í kúm snemma á meðgöngu. Fósturlát af völdum T. foetus er tilkynningarskyldur smitsjúkdómur í nautgripum hér á landi, en hefur aldrei greinst. Sníkjudýrið í köttum er frábrugðið því sem finnst í kúm og ekki er talið að kettir beri smit í nautgripi.

Enn ein gerð af þessu sníkjudýri, sem kallast Tritrichomonas suis finnst í svínum, og þá gjarnan í nefholi eða meltingarvegi. Út frá rannsóknum á genamengi T. suis er það mun líkara T. foetus í nautgripum, en því afbrigði sem finnst í meltingarvegi katta. T. suis hefur aldrei greinst hér í landi.

Í örfáum tilvikum hefur Tritrichomonas foetus greinst í fólki erlendis og hefur þá verið um að ræða fólk með ónæmisbælingu af einhverjum orsökum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...