Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Úr Skorradal.
Úr Skorradal.
Mynd / Hlynur Gauti Sigurðsson
Á faglegum nótum 2. nóvember 2021

TreProX Erasmusverkefni – Íslandsheimsókn

Vikuna 10.–16. október var haldið vikunámskeið á vegum Erasmus­verkefnisins TreProX. Það fjallar um viðargæði og staðla þar að lútandi, sem og aðferðir til að hámarka gæði timburs með viðeigandi aðgerðum á uppeldis­tíma skóga. Sam­starfs­aðilar í verkefninu eru Landbúnaðar­háskóli Íslands, Skógræktin, Trétækni­ráðgjöf, Kaupmanna­hafnarháskóli og Linne­háskóli í Svíþjóð.

Alls voru um 40 þátttakendur á námskeiðinu, frá Íslandi, Svíþjóð, Danmörku, Nýja-Sjálandi, Nepal og Kína. Dagskráin var fjölbreytt, fyrstu tvo dagana var dvalið í Borgarfirðinum, á Hvanneyri þar sem fram fóru fyrirlestrar og svo var farið í skoðunarferðir báða dagana, annars vegar í Skorradal og hins vegar í Norðtunguskóg. Á báðum stöðum tóku starfsmenn Skógræktarinnar á móti hópnum og fræddu þátttakendur um skógrækt viðkomandi svæða.

Á þriðja degi námskeiðsins færði hópurinn sig yfir á höfuðborgarsvæðið og hóf daginn á Mógilsá. Í fyrirlestrum þar var farið yfir stöðu íslenskrar skógræktar, sögulegar staðreyndir og helstu áskoranir fagsins í framtíðinni. Eftir fleiri fyrirlestra var haldið í Heiðmörk þar sem starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur tóku á móti hópnum og fóru með í skoðunarferð. Þá var haldið austur í Ölfus þar sem hópurinn gisti í framhaldinu.

Síðustu tvo dagana var röðin komin að námskeiði í viðskiptaflokkun á timbri. Bóklegi hlutinn fór fram á Reykjum í Ölfusi og verklegar æfingar á starfsstöð Skógræktarinnar i Þjórsárdal. Segja má að efni námskeiðsins hafa spannað skógrækt frá fræi til fjalar og nú, þegar íslenskir skógar eru margir hverjir fullsprottnir, er mikilvægt að byggja upp þekkingu í landinu á meðferð og framleiðsluferli viðar og annarra skógarafurða þannig að hægt sé að tryggja gæði og góða nýtingu á öllum stigum skógræktarinnar.

Námskeiðið var mjög vel heppnað og voru þátttakendur ákaflega ánægðir með heimsóknina til Íslands. Næstu námskeið í verkefninu verða í Svíþjóð í júní 2022 og Danmörku í september 2022.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...