Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Traustar hagtölur eru grundvöllur upplýstrar umræðu
Á faglegum nótum 6. október 2023

Traustar hagtölur eru grundvöllur upplýstrar umræðu

Höfundur: Erna Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá MS

Markaður fyrir mjólkurafurðir hér á landi hefur vaxið umtalsvert síðastliðinn einn og hálfa áratug.

Erna Bjarnadóttir.

Árið 2008 nam heildarsalan 112,3 milljónum lítra á fitugrunni og 117,1 milljón lítra á próteingrunni. Fimmtán árum síðar hafði sala á fitugrunni aukist um 31%, eða í 147,2 milljónir lítra. Sala á próteingrunni hefur hins vegar vaxið minna og nam 128 milljónum lítra árið 2022. Skýringuna á þessu misræmi og því að nú hallar á próteinsöluna má að verulegum hluta rekja til aukins innflutnings á ostum á grundvelli umsamdra tollfrjálsra kvóta í viðskiptasamningum við ESB og fleiri lönd.

Fjölbreytt flóra innfluttra vara

Undanfarin ár hefur bæði magn og fjölbreytni í innfluttum mjólkurvörum og vörum sem innihalda hráefni úr mjólk aukist eins og glöggt má sjá í hillum verslana. Annars vegar er um að ræða hefðbundnar mjólkurvörur eins og jógúrt og osta sem falla undir kafla fjögur í tollskrá líkt og aðrar mjólkurvörur. Hins vegar eru svo ýmsar samsettar vörur sem eru að uppistöðu úr mjólk en öðrum efnisþáttum, svo sem bragðefnum viðbættum sykri eða sætuefnum og fleiru, hefur verið bætt í. Slíkar vörur flokkast í aðra tollflokka sem margir eru á lágum tollum og oft án tolla, einkum á grundvelli sérstakra viðskiptasamninga. Í smá­söluverslunum ber m.a. allnokkuð á mjólkurdrykkjum sem flokkast í einhverja af þeim 13* „skiptiliðum“ í undirlið 2202.99 í íslensku tollskránni, yfir drykki sem eru að uppistöðu úr mjólk. Þessar vörur eru án tolla frá löndum innan EES svæðisins og Sviss auk fjölmargra annarra landa sem gerðir hafa verið tvíhliða viðskiptasamningar við, þar með talið Bretland og Kína.

Innfluttar drykkjarvörur

Verslunarskýrslur sem teknar eru saman á grundvelli inn­ og útflutningsskýrslna eru mikilvægar hagtölur fyrir alla þá sem vilja t.d. greina þróun markaða fyrir mismunandi vörur.

Samkvæmt þeim hefur innflutningur á fyrrnefndum drykkjarvörum numið á milli 400 og 500 tonnum á ári sl. fjögur ár. Fyrstu 7 mánuði þessa árs var innflutningurinn kominn í 259 tonn. 

Erfitt er samt að henda reiður á hvort þessu beri saman við útflutningstölur helstu viðskiptalanda þar sem tollflokkun er ekki algerlega samræmd og alls ekki á skiptiliði (átta stafa tollskrárnúmer). Það vekur engu að síður athygli að heildar innflutningur á drykkjarvörum (hér teljast einnig með sem dæmi gosdrykkir og jurtadrykkir) í undirlið 2202.99 frá ESB til Íslands nam um 2.700 tonnum árin 2021 og 2022.

Útflutningur frá ESB til Íslands nam hins vegar tæpum 6.000 tonnum árið 2021 og 5.073 tonnum árið 2022 samkvæmt skýrslum EUROSTAT.

Áhersla á mikilvægi hagskýrslna

Tollskýrslur eru ekki aðeins grundvöllur þess hvort og hvaða tolla beri að greiða af innflutningi, ýmis önnur gjöld eru lögð á við innflutning eins og úrvinnslugjald og virðisaukaskattur. Þá eru fyrrnefnd not við hagskýrslugerð einnig mikilvæg. Því skiptir miklu að tollskýrslur séu réttar. Af hálfu ESB og einstakra aðildarríkja þess er lögð rík áhersla á þetta. Þannig gera reglugerðir ESB ráð fyrir því að inn­ og útflytjendur hafi skyldum að gegna í því sambandi, þ.m.t. að tollskýrslur séu rétt útfylltar. Ef brotið er gegn þessu leiðir það til þess að inn­ og útflytjendur þurfi að sæta því að missa rafrænan aðgang að gagnagrunnum ESB. Ef málið varðar innflutnings­ og útflutningsleyfi fyrir tollkvóta er unnt að útiloka inn­ og útflytjanda frá því að flytja út úr ESB eða dreifa á markaði ESB öllum vörum sem falla undir viðkomandi innflutnings­ eða útflutningskvóta. Óhætt er að fullyrða að inn­ og útflytjandi, sem þarf að leggja fram tollskýrslur á pappírsformi, eða aðili sem er útilokaður frá þátttöku í tollkvótum, starfar ekki lengi eftir að slíkum viðurlögum hefur verið beitt.

Í febrúar 2021 skipaði fjármála­ráðherra starfshóp til að greina misræmi milli magns í útflutnings tölum úr viðskiptagagnagrunni ESB og innflutningstölum Hagstofu Íslands í sömu tollflokkum, sbr. kafla 4.2.1 í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá febrúar 2022 um tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða.

Í skriflegu svari fjármálaráðherra frá 16. desember 2022 við fyrirspurn um málið frá Högna Elfari Gylfasyni, varaþm., kom fram að áætluð starfslok hópsins yrðu í lok janúar 2023. Skýrslan er enn ekki komin fram en vonandi mun hún varpa ljósi á þessar spurningar þegar upp verður staðið.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...