Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Torfhúsin njóta virðingar
Líf og starf 19. júní 2014

Torfhúsin njóta virðingar

Þegar kom fram á 20. öldina þóttu torfbyggingar ekki merkilegar, þær voru rifnar eða látnar grotna niður þúsundum saman um land allt, bæði kirkjur, bæir og útihús. Nú er öldin önnur og íslenski torfbærinn þykir með því merkasta sem Íslendingar leggja til byggingarlistar heimsins. Íslenski torhúsaarfurinn er á leið á heimsminjaskrá UNESCO.

Björn G. Björnsson.Fyrir ári sendi Björn G. Björnsson hönnuður frá sér fjórar snotrar myndabækur um tiltekin atriði menningararfsins, meðal annars um torfkirkjurnar sem eftir eru á Íslandi og stóru torfbæina. Bækurnar fást bæði á íslensku og ensku. Salka gefur út.

Verðmætur menningararfur

Stóru torfbæirnir á Íslandi eru heimsóttir; Árbær í Reykjavík, Glaumbær í Skagafirði, Laufás í Eyjafirði, Grenjaðarstaður í Aðaldal, Þverá í Laxárdal, Bustarfell í Vopnafirði og Keldur á Rangárvöllum, auk þess sem litið er við í safnbænum í Skógum undir Eyjafjöllum. Þessi torfhús eru einstök að allri gerð og eitt af því merkasta sem Íslendingar eiga. Í sumum þessara bæja var búið langt fram á 20. öld og í flestum þeirra eru starfrækt byggðasöfn. Húsin eru því í notkun og hafa enn meira gildi fyrir vikið. Mörg önnur hús úr torfi, bæði stór og smá, er að finna á Íslandi þótt þetta séu glæsilegustu dæmin um þessa séríslensku húsagerð.

Fimm torfkirkjur í upprunalegri mynd

Torfkirkjurnar íslensku sem enn standa í upprunalegri mynd eru aðeins fimm. Kirkjan á Víðimýri í Skagafirði er talin þeirra fegurst, Grafarkirkja á Höfðaströnd elst og fornlegust og Saurbæjarkirkja í Eyjafirði er stærst. Kirkjan á Hofi í Öræfum er yngst og bænahúsið á Núpsstað er þeirra langminnst. Sú sjötta er Safnkirkjan í Árbæ, sem reist var 1961 úr viðum eldri kirkju frá Silfrastöðum í Skagafirði. Það má því segja að fjórar séu af Norðurlandi en tvær af Suðurlandi. Stafbyggð torfkirkja var síðan reist við Þjóðveldisbæinn í Þjórsárdal í tilefni af þúsund ára kristnitöku árið 2000. Til stendur að tilkynna íslenskan byggingararf úr torfi á lista UNESCO yfir heimsminjar.

5 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...