Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kóralrif út af strönd Ástralíu.
Kóralrif út af strönd Ástralíu.
Mynd / NASA
Utan úr heimi 21. apríl 2023

Toppurinn á ísjakanum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýjar rannsóknir á lífríki sjávarrifja og hafinu við Ástralíu sýna að ástand þess er mun verra en áður hefur verið talið. Ástæða þess er sögð vera hækkandi sjávarhiti og óþol núverandi lífvera við breytingunum á búsvæði þeirra.

Auk þess að hækkun sjávarhita hafi neikvæð áhrif á vistkerfi hafsins mun hún draga úr fiskveiðum þar sem framboð á fæðu fyrir nytjategundir mun dragast saman.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknanna, sem birtar voru í Natur, eru um 500 af þeim 1.057 tegundum sem kannaðar voru á verulegu undanhaldi og 300 af þeim á mörkunum að vera flokkaðar í útrýmingarhættu. Rannsóknin náði meðal annars til fiska, kórala, hryggleysingja, þörunga og sjávarplantna.

Aðstandendur rannsóknanna segja að hraði breytinganna sé mikill, að þær eigi sér stað fyrir augum allra sem þær vilji sjá en á sama tíma veki þær litla eftirtekt. Það sem meira er, að niðurstaða rannsóknanna er talin eingöngu vera toppurinn á ísjakanum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...