Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun
Líf og starf 25. júlí 2024

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Tónlistarkennarinn Marika Alavere hlaut menningarverðlaun Þingeyjarsveitar árið 2024 en þau voru afhent á fjölskylduhátíð sveitarfélagsins 17. júní.

Marika fékk verðlaunin fyrir framlag sitt til tónlistarlífs Þingeyjarsveitar og að eiga svo ríkulegan þátt í því blómlega menningarlífi, sem glatt hefur bæði lund og geð íbúa sveitarfélagsins í gegnum árin.

Í tilnefningu Mariku segir meðal annars: „Marika er ein margra tónlistarkennara af erlendum uppruna, sem starfað hafa í samfélagi okkar í gegnum tíðina. Sum
hafa stoppað stutt, en önnur ílengst eins og hún og skotið hér rótum. Marika hefur árum saman lagt sitt af mörkum til tónlistarkennslu, tónlistarflutnings og aðstoðar við kórstjórn. Þannig hefur hún lagt inn mikilvæga vaxtarsprota meðal ungmenna og átt sinn þátt í menningarlífi sveitarfélagsins og víðar.“

Alls bárust sjö tilnefningar til menningarverðlaunanna. „Þessi fjöldi tilnefninga kom ekki á óvart þar sem öflugt menningarstarf fer fram í sveitarfélaginu svo eftir er tekið.

Þar leggja fjölmargir hönd á plóg við að halda uppi þessu öfluga starfi, oft og tíðum í sjálfboðavinnu, og við sem njótum þökkum af alhug mikið og gott framlag.

Það var því úr vöndu að ráða í ár enMarikaAlavere, tónlistarkennari og fiðluleikari, á þau svo sannarlega skilið fyrir mikilvægt starf við tónlistaruppeldi barna í sveitarfélaginu og þátttöku hennar í menningarstarfi,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...