Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
5. júlí verður sérstök hátíðardagskrá á Sólheimum í tilefni af 95 ára afmælinu.
5. júlí verður sérstök hátíðardagskrá á Sólheimum í tilefni af 95 ára afmælinu.
Mynd / aðsend
Líf og starf 24. júní 2025

Tónlistardagskrá í allt sumar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það mun allt iða af lífi og fjöri á Sólheimum í Grímsnes- og Grafningshreppi í sumar í tilefni af 95 ára afmæli staðarins en Sólheimar voru stofnaðir af Sesselju Hreindísi Sigmundsdóttur 5. júlí 1928, sem var þá 28 ára gömul.

Glæsileg tónlistardagskrá hefur verið sett upp á staðnum alla laugardaga í sumar en þeir eru hluti af menningarveislu Sólheima. Tónleikarnir munu alltaf fara fram klukkan 14:00 og verða haldnir í Sólheimakirkju en ef aðstæður leyfa gætu þeir verið færðir á Péturstorg en það er útisvæði á staðnum.

Dæmi um tónlistarmenn, sem koma fram eru Örn Árnason og Jónas Þórir, undirleikari hans, 26. júlí, Friðrik Dór kemur fram 12. júlí, Sigga Beinteins og Grétar Örvars í Stjórninni 16. ágúst og KK mætir með gítarinn 23. ágúst.

Alla miðvikudaga og laugardaga í sumar er fólki svo boðið að mæta í tómatatínslu með fjölskylduna í gróðurhúsin á Sólheimum og þá er Græna kannan, kaffihús staðarins, opið alla daga frá klukkan 11:00 til 17:00 og verslunin Vala á sama tíma.

Þá má geta þess að á sunnudaginn 3. ágúst klukkan 14:00 verður hátíðarmessa í Sólheimakirkju þar sem sr. Pálmi Matthíasson messar og Anna Sigga og félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja við undirleik Jónasar Þóris.

Skylt efni: Sólheimar

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f