Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
5. júlí verður sérstök hátíðardagskrá á Sólheimum í tilefni af 95 ára afmælinu.
5. júlí verður sérstök hátíðardagskrá á Sólheimum í tilefni af 95 ára afmælinu.
Mynd / aðsend
Líf og starf 24. júní 2025

Tónlistardagskrá í allt sumar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það mun allt iða af lífi og fjöri á Sólheimum í Grímsnes- og Grafningshreppi í sumar í tilefni af 95 ára afmæli staðarins en Sólheimar voru stofnaðir af Sesselju Hreindísi Sigmundsdóttur 5. júlí 1928, sem var þá 28 ára gömul.

Glæsileg tónlistardagskrá hefur verið sett upp á staðnum alla laugardaga í sumar en þeir eru hluti af menningarveislu Sólheima. Tónleikarnir munu alltaf fara fram klukkan 14:00 og verða haldnir í Sólheimakirkju en ef aðstæður leyfa gætu þeir verið færðir á Péturstorg en það er útisvæði á staðnum.

Dæmi um tónlistarmenn, sem koma fram eru Örn Árnason og Jónas Þórir, undirleikari hans, 26. júlí, Friðrik Dór kemur fram 12. júlí, Sigga Beinteins og Grétar Örvars í Stjórninni 16. ágúst og KK mætir með gítarinn 23. ágúst.

Alla miðvikudaga og laugardaga í sumar er fólki svo boðið að mæta í tómatatínslu með fjölskylduna í gróðurhúsin á Sólheimum og þá er Græna kannan, kaffihús staðarins, opið alla daga frá klukkan 11:00 til 17:00 og verslunin Vala á sama tíma.

Þá má geta þess að á sunnudaginn 3. ágúst klukkan 14:00 verður hátíðarmessa í Sólheimakirkju þar sem sr. Pálmi Matthíasson messar og Anna Sigga og félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja við undirleik Jónasar Þóris.

Skylt efni: Sólheimar

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...