Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mynd 1. HPS topplýsing (1000 W HPS lampa) og 0 ppm hjá tómataplöntum.
Mynd 1. HPS topplýsing (1000 W HPS lampa) og 0 ppm hjá tómataplöntum.
Á faglegum nótum 2. febrúar 2023

Tómatatilraun um áhrif lýsingar og CO2 auðgunar

Höfundur: Christina Stadler, lektor hjá LbhÍ, Börkur Halldór Bl. Hrafnkelsson, garðyrkjufræðingur hjá Fsu og Elías Óskarsson ræktunarstjóri tilraunagróðurhúss hjá FSu.

Eins og vitað er, er tilraunahús og starfsfólk á Reykjum flutt yfir til Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu). Hins vegar, þar sem Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) fékk styrk fyrir tómatatilraun með CO2 auðgun, var gerður samstarfssamningur milli LbhÍ og FSu til að framkvæma tilraunarverkefni.

Verkefnisstjóri er Christina Stadler hjá LbhÍ. Börkur Halldór Bl. Hrafnkelsson og Elías Óskarsson hjá FSu hafa daglega umsjón með tilrauninni. Helgi Jóhannesson hjá RML sér um ráðgjöf á meðan tilraunir stendur yfir. Verkefnið er unnið í samstarfi við garðyrkjubændur og verður þeim boðið í heimsókn. Tilraunin er styrkt af Matvælasjóði og Þróunarsjóði garðyrkjunnar.

Fullnægjandi leiðbeiningar vegna vetrarræktunar á tómötum undir lýsingu við HPS lampa með rafeinda-straumfestu (electronic ballast) og mismunandi styrkleika af CO2 auðgunar eru ekki til á Íslandi. Þess vegna hefur nú farið af stað tómatatilraun með CO2 auðgun hjá FSu á Reykjum í vetur 2022. Þessi tilraun mun standa til vors 2023 og ætlum við sem störfum við tilraunina að kynna uppsetningu hennar.

Niðurstöður úr tómatatilraun sem gerð var veturinn 2021/2022 – sjá nánar í 19. tölublaði Bændablaðsins 2022 – voru hafðar til hliðsjónar við skipulagningu tilraunarinnar sem hér er lýst. Þar sem Hybrid topplýsing (454 μmol/m2/s, HPS: LED 2:1) var með jafn mikla uppskeru af tómötum eins og með eingöngu HPS topplýsingu (472 μmol/m2/s) og að enginn rafmagnssparnaður náðist þar sem bætt var afkoma HPS ljóssins með því að minnka ljósakostnað þar sem notað var 1000 W perur í staðinn fyrir 750 W perur verður síðarnefnda ljósmeðferðin (HPS topplýsing með 1000 W perum) notuð í öllum meðferðum í núverandi tómatatilraun.

Vitað er að auk lýsingar þá skiptir magn af CO2 einnig máli þegar kemur að vexti plantna og uppskeru af tómötum.

Þar sem CO2 kostnaður vegur þungt í heildarrekstrarkostnaði í tómataræktun er mikilvægt að finna út hvort CO2 auðgun endurspeglist í framlegð miðað við uppskeruaukningu eða hvort frekar ætti að takmarka notkun af CO2.

Tilraun með stöðugt vaxandi magn af CO2 (0 ppm (mynd 1), 600 ppm (mynd 2), 900 ppm (mynd 3) og 1200 ppm (mynd 4)) mun gefa okkur skýr svör. Markmið tilraunarinnar er því að rannsaka samspil af áhrifum ljóss og mismunandi styrkleika CO2 auðgunar á tómata og hagkvæmni aðferðarinnar.
Plönturnar fengu mismunandi styrkleika af CO2 fyrstu daga eftir útplöntun, en þá kláraðist koltvísýringur í tanknum. Plönturnar voru án CO2 í 2 vikur en það er tíminn sem það tók að fá áfyllingu.

Þó svo að komið hafi hlé á CO2 auðgunina var það ekki æskilegt, gerði það okkur grein fyrir að mikið magn af CO2 eftir útplöntun væri ekki endilega kostur og gæti því verið viðfangsefni í framhaldstilraun.

Eftir að mismunandi styrkleikar af CO2 var aftur gefin, gefa fyrstu niðurstöður til kynna að vöxtur milli klefa er mismunandi.

Aukavöxtur virðist vera meiri með aukinni CO2 notkun, en græn aldin virðast vera stærri.

Fyrsta uppskera er væntanleg í lok janúar og mun þá gefa til kynna hvort það endurspeglast í uppskerumælingum. Í lok tilraunar verða niðurstöður kynntar í Bændablaðinu.

Mynd 2. HPS topplýsing (1000 W HPS lampa) og 600 ppm hjá tómataplöntum.

Mynd 3. HPS topplýsing (1000 W HPS lampa) og 900 ppm hjá tómataplöntum.

Mynd 4. HPS topplýsing (1000 W HPS lampa) og 1200 ppm hjá tómataplöntum.


Skylt efni: tómatatilraun

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...