Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á innihaldi skýrslu starfshóps um eflingu kornræktar má ráða að það væri ekki eingöngu skynsamleg notkun á ríkisfjármagni, heldur bókstaflega hagstæð til lengri tíma, að fjárfesta nú þegar í innviðauppbyggingu svo hér geti þrifist ný búgrein innan nokkurra ára.
Á innihaldi skýrslu starfshóps um eflingu kornræktar má ráða að það væri ekki eingöngu skynsamleg notkun á ríkisfjármagni, heldur bókstaflega hagstæð til lengri tíma, að fjárfesta nú þegar í innviðauppbyggingu svo hér geti þrifist ný búgrein innan nokkurra ára.
Mynd / ghp
Leiðari 24. mars 2023

Tölur óskast

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hagtölur á borð við framleiðslutölur og neyslutölur, tölur um framboð og eftirspurn, eru nauðsynlegar fyrir stefnumótun. Ef stefnan er að auka hlutdeild í framleiðslu verður að liggja fyrir hver hlutdeild í framleiðslu er.

Í fréttaskýringu blaðsins er fjallað um skort á gögnum um lífrænan búskap. Í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Environice um eflingu lífrænnar matvælaframleiðslu á Íslandi kemur fram að skortur sé á gögnum um markaðshlutdeild lífrænt vottaðra matvara á Íslandi. Aðrar grundvallartölur eru heldur ekki fyrir hendi: Framleiðslumagn í lífrænum búskap hér á landi liggur ekki fyrir. Slík gögn eru hins vegar nauðsynleg forsenda stefnumótunar á sviði framleiðslunnar.

Í blaðinu er einnig fjallað um íslenskan eggjabúskap en hann stendur undir innlendri þörf á ferskum eggjum. Nú er von á miklum fjölda ferðamanna og fækkun eggjabúa en framleiðendur telja eggjaskort ekki fram undan. Þó liggja ekki fyrir neinar tölur þess efnis. Hver er þörfin? Hver er áætluð neysla ferðamanna og landsmanna? Hvernig mæta framleiðslueiningarnar þeirri neyslu?
Upplýsingar um eggjaframleiðslu liggja ekki fyrir á opinberum vettvangi, ólíkt tölum um kjötframleiðslu sem hægt er að nálgast á Mælaborði land- búnaðarins. Þessar tölur segja okkur margt. Þær eru mælikvarði á gengi landbúnaðarframleiðslu ár frá ári, þær geta sýnt fram á framfarir (eða afturfarir) í framleiðslunni. Hún er mælikvarði á fæðuöryggi.

Fæðuöflun

Fæðuöryggi er ein af frumábyrgðum hverrar þjóðar. Ríkari þjóðir njóta meira fæðuöryggis vegna aðgangs þeirra að fjármagni til matvælakaupa. Þær þjóðir sem verst hafa orðið úti vegna hækkandi matvælaverðs í heiminum eru þær sem ekki hafa bolmagn til að mæta verðhækkunum.
Geta landa til aukinnar fæðufram- leiðslu takmarkast oft af vatns- og landauðlindum. Miðað við það er Ísland í þeirri stöðu að geta framleitt fæðu langt umfram þörf. Engu að síður er landið eitt af því sem flytur inn hvað hæst hlutfall af fæðunni sinni. En sem auðug þjóð á eyju fullri af auðlindum og þekkingu erum við í einstakri stöðu. Þannig ættum við að nýta stöðu okkar til að skipuleggja þá fæðuöflun sem hér er möguleg frekar en að stunda innflutning í stórum stíl.

Á innihaldi skýrslu starfshóps um eflingu kornræktar má ráða að það væri ekki eingöngu skynsamleg notkun á ríkisfjármagni, heldur bókstaflega hagstæð til lengri tíma, að fjárfesta nú þegar í innviðauppbyggingu svo hér geti þrifist ný búgrein innan nokkurra ára.
Á máli matvælaráðherra mátti ráða að slík ráðstöfun sé í forgangi innan ráðuneytisins. Fram kemur að búgreinin þurfi styrk til að halda af stað í þá vegferð en gæti staðið undir sér og framleitt korn á samkeppnishæfu verði innan fárra ára.
Ég hef heyrt um óskynsamlegri notkun á almannafé.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...