Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stjórn Félags kjúklingabænda. Eydís Rós Eyglóardóttir, Guðmundur Svavarsson, Kristján Einir Traustason, Jón Magnús Jónsson, Jón Magnús Jónsson yngri og Kristín Sverrisdóttir.
Stjórn Félags kjúklingabænda. Eydís Rós Eyglóardóttir, Guðmundur Svavarsson, Kristján Einir Traustason, Jón Magnús Jónsson, Jón Magnús Jónsson yngri og Kristín Sverrisdóttir.
Mynd / egh
Fréttir 15. mars 2022

Tollvernd getur stutt við íslenskan landbúnað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Deild kjúklingabænda innan Bændasamtaka Íslands fundaði í fyrsta sinn á Búgreinaþingi 3. mars síðastliðinn. Á fundinum ræddu félagar deildarinnar helstu málefni greinarinnar.

Í stjórn deildarinnar voru kosin Guðmundur Svavarsson, formaður, Eydís Rós Eyglóardóttir og Jón Magnús Jónsson.
Guðmundur segir að þrátt fyrir að stofnuð hafi verið deild kjúklingabænda innan Bændasamtakanna verði Félag kjúklingabænda áfram til með starfsemi í algjöru lágmarki. „BÍ hefur tekið yfir allan daglegan rekstur og hagsmunagæslu fyrir búgreinina. Fram til þessa hafi það gengið mjög vel og félagsmenn bindi miklar vonir um góða samstöðu og aukinn slagkraft til framtíðar af hálfu BÍ, eftir breytingar á félagskerfinu. Hagsmunir allra bænda óháð búgrein fari saman og þeim sé best borgið innan BÍ.“

Samhljómur um tollavernd

Guðmundur segir að meðal þess sem rætt var á fundinum sé stefnu­mörkun fyrir Bændasamtök Íslands, samþykktir fyrir deild kjúklingabænda og tollvernd sem við teljum að geti stutt við íslenskan landbúnað.

„Við vorum sammála um að það hafi verið samhljómur í ávarpi formanns Bændasamtakanna og þess sem Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sagði sérstaklega hvað varðar tollamálin.“

Auka þarf menntun tengda alifuglabúskap

„Eitt af því sem við ræddum á þinginu er menntun í alifuglabúskap eða öllu heldur skortur á henni og við hvetjum eindregið til að vægi hennar verði aukið í menntun búfræðinga. Þá teljum við brýnt að Landbúnaðarháskólinn bjóði upp á námskeið sem nýst geta greininni,“ segir Guðmundur.

Búnaðarþingsfulltrúar deild­­ar kjúklingabænda eru Jón Magnús Jónsson og Eydís Rós Eyglóardóttir.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...