Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tollkvótum úthlutað
Mynd / Cindie Hansen
Fréttir 30. maí 2024

Tollkvótum úthlutað

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Verð á tollkvótum á nautakjöti frá ESB-löndum hefur hækkað aftur.

Jafnvægisverð reyndist 520 krónur fyrir hvert kíló í nýafstöðnu tollkvótaútboði vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum frá ESB á síðari sex mánuðum ársins 2024, samkvæmt bráðabirgðaupplýsingum frá matvælaráðuneytinu. Athygli vakti þegar jafnvægisverðið var ein króna á kíló fyrir tollkvóta á nautakjöti vegna innflutnings á fyrri hluta ársins. Í fyrra voru verðin 690 kr./kg og 550 kr./kg. Þrettán tilboð bárust í tollkvóta fyrir þau 348 tonn sem voru til úthlutunar en tilboðsmagnið var rúm 1.400 tonn. Hæsta boð var 1.001 kr./kg og lægsta tilboð 0 kr./kg. Ellefu tilboðsgjafar hlutu úthlutun.

Eftirspurn eftir tollkvótum fyrir innflutningi á alifuglakjöti var mikil en þrettán tilboð bárust og var tilboðsmagnið rúm 2.100 tonn en til úthlutunar voru 528 tonn. Reyndist jafnvægisverðið fyrir alifuglakjöt 589 kr./kg en 49 kr./kg í flokknum lífrænt ræktað/lausagöngu.

Tollkvótum fyrir 115 tonnum af sérostum verður úthlutað frítt til átta fyrirtækja en 21 tilboð barst og var tilboðsmagnið tæp 1.400 tonn.

Niðurstöður úthlutunar á ESB- tollkvótum á landbúnaðarafurðum fyrir tímabilið 1. júlí til 31. desember 2024 verða birtar á vef matvælaráðuneytisins.

Einnig verða birtar niðurstöður um úthlutun á WTO-tollkvóta vegna innflutnings á ýmsum vörum. Þrettán tilboð bárust og var tíu tilboðum tekið. Jafnvægisverð á tollkvótum fyrir 64 tonn af svínakjöti reyndist 0 kr./kg. Tollkvótar fyrir kinda- og geitakjöt reyndust 1 kr./ kg og tollkvóti fyrir 13,5 tonn af smjöri og annarri fitu var 1 kr./kg. Jafnvægisverðið fyrir tollkvóta fyrir innflutningi á 95 tonnum af nautakjöti reyndist 500 kr./kg.

Þá verður tilkynnt um úthlutun á EFTA-tollkvótum en samkvæmt bráðabirgðaupplýsingunum mun jafnvægisverð fyrir innflutningi á 10 tonnum af nautakjöti vera ein króna fyrir kílóið.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...