Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tollkvótum úthlutað
Mynd / Cindie Hansen
Fréttir 30. maí 2024

Tollkvótum úthlutað

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Verð á tollkvótum á nautakjöti frá ESB-löndum hefur hækkað aftur.

Jafnvægisverð reyndist 520 krónur fyrir hvert kíló í nýafstöðnu tollkvótaútboði vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum frá ESB á síðari sex mánuðum ársins 2024, samkvæmt bráðabirgðaupplýsingum frá matvælaráðuneytinu. Athygli vakti þegar jafnvægisverðið var ein króna á kíló fyrir tollkvóta á nautakjöti vegna innflutnings á fyrri hluta ársins. Í fyrra voru verðin 690 kr./kg og 550 kr./kg. Þrettán tilboð bárust í tollkvóta fyrir þau 348 tonn sem voru til úthlutunar en tilboðsmagnið var rúm 1.400 tonn. Hæsta boð var 1.001 kr./kg og lægsta tilboð 0 kr./kg. Ellefu tilboðsgjafar hlutu úthlutun.

Eftirspurn eftir tollkvótum fyrir innflutningi á alifuglakjöti var mikil en þrettán tilboð bárust og var tilboðsmagnið rúm 2.100 tonn en til úthlutunar voru 528 tonn. Reyndist jafnvægisverðið fyrir alifuglakjöt 589 kr./kg en 49 kr./kg í flokknum lífrænt ræktað/lausagöngu.

Tollkvótum fyrir 115 tonnum af sérostum verður úthlutað frítt til átta fyrirtækja en 21 tilboð barst og var tilboðsmagnið tæp 1.400 tonn.

Niðurstöður úthlutunar á ESB- tollkvótum á landbúnaðarafurðum fyrir tímabilið 1. júlí til 31. desember 2024 verða birtar á vef matvælaráðuneytisins.

Einnig verða birtar niðurstöður um úthlutun á WTO-tollkvóta vegna innflutnings á ýmsum vörum. Þrettán tilboð bárust og var tíu tilboðum tekið. Jafnvægisverð á tollkvótum fyrir 64 tonn af svínakjöti reyndist 0 kr./kg. Tollkvótar fyrir kinda- og geitakjöt reyndust 1 kr./ kg og tollkvóti fyrir 13,5 tonn af smjöri og annarri fitu var 1 kr./kg. Jafnvægisverðið fyrir tollkvóta fyrir innflutningi á 95 tonnum af nautakjöti reyndist 500 kr./kg.

Þá verður tilkynnt um úthlutun á EFTA-tollkvótum en samkvæmt bráðabirgðaupplýsingunum mun jafnvægisverð fyrir innflutningi á 10 tonnum af nautakjöti vera ein króna fyrir kílóið.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...