Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tollkvótar vegna innflutnings á blómum
Líf og starf 6. janúar 2023

Tollkvótar vegna innflutnings á blómum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Engin tilboð bárust um innflutning á plöntum í tveimur tollskrárnúmerum. Þrjú tilboð bárust í innflutning á plöntum í öðrum tollflokkum.

Engin tilboð bárust um innflutning á blómstrandi plöntum með knúppum eða blómum, þó ekki kaktusar, úr tollskrárnúmerum (0602.9081-9083 og 0602.9088). Útboðið hljóðaði upp á innflutning á 2.200 stykkjum. Sömu sögu er að segja um tilboð um innflutning á pottaplöntum til og með einum metri á hæð, þó ekki kaktusar og þykkblöðungar og plöntur af ættkvíslinni Bromilea og plönturnar Erica Gracilis og Calluna í tollskrárnúmeri (0602.9093). Útboðið hljóðaði upp á innflutning á 3.000 stykkjum.

Tvö þúsund rósir

Þrjú tilboð bárust um innflutning á rósum úr tollskrárnúmeri (0603.1100), samtals 5.000 stykkjum, á meðalverðinu 61 króna stykkið. Hæsta boð var 62 krónur stykkið en lægsta boð var 59 krónur stykkið. Tilboðum var tekið frá einu fyrirtæki, Grænum markaði ehf., um innflutning á 2.000 stykkjum á jafnvægisverðinu 62 krónur stykkið.

Níu þúsund tryggðarblóm

Einnig bárust þrjú tilboð um innflutning á tryggðablómum úr tollskrárnúmeri (0603.1400), samtals 16.000 stykkjum, á meðalverðinu 53 krónur stykkið. Hæsta boð var 60 krónur stykkið en lægsta boð var 42 krónur stykkið. Tilboðum, um innflutning á 9.000 stykkjum á jafnvægisverðinu 60 krónur stykkið, var tekið frá tveimur fyrirtækjum, Garðheimum – Gróðurvörur ehf., 2.000 stykki og Samasem ehf., 7000 stykki.

166.250 afskorin blóm

Þrjú tilboð bárust um innflutning á afskornum blómum og blómknöppum sem notað er í vendi úr tollskrárnúmerum (0603.1903, 0603.1906-1908, 0603.1911-1918 og 0603.1999), samtals 226.250 stykkjum. á meðalverðinu 37 krónur stykkið. Hæsta boð var 60 krónur stykkið en lægsta boð var 5 krónur stykkið. Tilboði var tekið frá þremur fyrirtækjum um innflutning á 166.250 stykkjum á jafnvægisverðinu 5 krónur stykkið. Um er að ræða Garðheima – Gróðurvörur ehf., 10. 000 stykki, Grænn markaður, 50.000 stykki og Samasem, 106.250 stykki.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...