Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tollkvótar vegna innflutnings á blómum
Líf og starf 6. janúar 2023

Tollkvótar vegna innflutnings á blómum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Engin tilboð bárust um innflutning á plöntum í tveimur tollskrárnúmerum. Þrjú tilboð bárust í innflutning á plöntum í öðrum tollflokkum.

Engin tilboð bárust um innflutning á blómstrandi plöntum með knúppum eða blómum, þó ekki kaktusar, úr tollskrárnúmerum (0602.9081-9083 og 0602.9088). Útboðið hljóðaði upp á innflutning á 2.200 stykkjum. Sömu sögu er að segja um tilboð um innflutning á pottaplöntum til og með einum metri á hæð, þó ekki kaktusar og þykkblöðungar og plöntur af ættkvíslinni Bromilea og plönturnar Erica Gracilis og Calluna í tollskrárnúmeri (0602.9093). Útboðið hljóðaði upp á innflutning á 3.000 stykkjum.

Tvö þúsund rósir

Þrjú tilboð bárust um innflutning á rósum úr tollskrárnúmeri (0603.1100), samtals 5.000 stykkjum, á meðalverðinu 61 króna stykkið. Hæsta boð var 62 krónur stykkið en lægsta boð var 59 krónur stykkið. Tilboðum var tekið frá einu fyrirtæki, Grænum markaði ehf., um innflutning á 2.000 stykkjum á jafnvægisverðinu 62 krónur stykkið.

Níu þúsund tryggðarblóm

Einnig bárust þrjú tilboð um innflutning á tryggðablómum úr tollskrárnúmeri (0603.1400), samtals 16.000 stykkjum, á meðalverðinu 53 krónur stykkið. Hæsta boð var 60 krónur stykkið en lægsta boð var 42 krónur stykkið. Tilboðum, um innflutning á 9.000 stykkjum á jafnvægisverðinu 60 krónur stykkið, var tekið frá tveimur fyrirtækjum, Garðheimum – Gróðurvörur ehf., 2.000 stykki og Samasem ehf., 7000 stykki.

166.250 afskorin blóm

Þrjú tilboð bárust um innflutning á afskornum blómum og blómknöppum sem notað er í vendi úr tollskrárnúmerum (0603.1903, 0603.1906-1908, 0603.1911-1918 og 0603.1999), samtals 226.250 stykkjum. á meðalverðinu 37 krónur stykkið. Hæsta boð var 60 krónur stykkið en lægsta boð var 5 krónur stykkið. Tilboði var tekið frá þremur fyrirtækjum um innflutning á 166.250 stykkjum á jafnvægisverðinu 5 krónur stykkið. Um er að ræða Garðheima – Gróðurvörur ehf., 10. 000 stykki, Grænn markaður, 50.000 stykki og Samasem, 106.250 stykki.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...