Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Tollkvótar vegna innflutnings á blómum
Fréttir 28. maí 2020

Tollkvótar vegna innflutnings á blómum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Niðurstöður um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum fyrir tímabilið 1. júlí til 31. desember 2020. Um er að ræða sérstaklega þá vöruliði tollskrár sem eiga annars við um kjöt og hins vegar garðyrkjuafurðir, einkum plöntur og grænmeti.

Miðvikudaginn 13. maí síðastliðinn rann út tilboðsfrestur í tollkvóta á blómum vegna seinni hluta ársins 2020, sbr. reglugerð nr. 1076/2019. Verð tollkvótans fyrir öll valin verðtilboð réðst af verði lægsta valda tilboðsins í hverjum vörulið, á grundvelli 1. gr. laga nr. 152/2019 um breytingu á búvörulögum og tollalögum (úthlutun tollkvóta).

Tvö tilboð bárust í tollkvóta fyrir blómstrandi pottaplöntur í tollskárnúmeri (0602.9091) samtals 2.400 stk., á meðalverðinu 107 kr./stk. Hæsta boð var 120 kr./stk. en lægsta boð var 89 kr./stk. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 1.650 stk. á jafnvægisverðinu 89 kr./stk. (Jafnvægisverð er lægsta samþykkta tilboð).

Tvö tilboð bárust í tollkvóta fyrir aðrar pottaplöntur í tollskrárnúmeri (0602.9093) samtals 2.900 stk., á meðalverðinu 113 kr./stk.  Hæsta boð var 120 kr./stk. en lægsta boð var 99 kr./stk. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 2.160 stk. á jafnvægisverðinu 99 kr./stk. (Jafnvægisverð er lægsta samþykkta tilboð).

Þrjú tilboð bárust í tollkvóta fyrir tryggðablóm í tollskrárnúmeri (0603.1400) samtals 12.000 stk., á meðalverðinu 48 kr./stk.  Hæsta boð var 50 kr./stk. en lægsta boð var 40 kr./stk. Tilboði var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 6.500 stk. á jafnvægisverðinu 49 kr./stk. (Jafnvægisverð er lægsta samþykkta tilboð).

Þrjú tilboð bárust í tollkvóta fyrir afskorin blóm, í tollskrárnúmeri (0603.1909) samtals 184.750 stk. á meðalverðinu 40 kr./stk.  Hæsta boð var 50 kr./stk. en lægsta boð var 17 kr./stk. Tilboði var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 118.750 stk. á jafnvægisverðinu 40 kr./stk. (Jafnvægisverð er lægsta samþykkta tilboð).

Atvinnuvega- og nýsköpunararráðuneytið hefur úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða/umsókna þeirra:

Blómstrandi pottaplöntur júlí - desember 2020

Magn (stk) og tilboðsgjafi:
1.400 Garðheimar-Gróðurvörur ehf
250 Grænn markaður ehf

Aðrar pottaplöntur júlí - desember 2020
Magn (stk) og tilboðsgjafi:
1.900 Garðheimar–Gróðurvörur ehf
260 Grænn markaður ehf

Tryggðablóm júlí - desember 2020
Magn (stk) og tilboðsgjafi:
3.500 Grænn markaður ehf
3.000 Samasem ehf

(Annars)  afskorin blóm júlí - desember 2020
Magn (stk) og tilboðsgjafi:
4.964 Garðheimar-Gróðurvörur ehf
113.786 Samasem ehf
 

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...