Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Tollkvótar vegna innflutnings á blómum
Fréttir 28. maí 2020

Tollkvótar vegna innflutnings á blómum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Niðurstöður um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum fyrir tímabilið 1. júlí til 31. desember 2020. Um er að ræða sérstaklega þá vöruliði tollskrár sem eiga annars við um kjöt og hins vegar garðyrkjuafurðir, einkum plöntur og grænmeti.

Miðvikudaginn 13. maí síðastliðinn rann út tilboðsfrestur í tollkvóta á blómum vegna seinni hluta ársins 2020, sbr. reglugerð nr. 1076/2019. Verð tollkvótans fyrir öll valin verðtilboð réðst af verði lægsta valda tilboðsins í hverjum vörulið, á grundvelli 1. gr. laga nr. 152/2019 um breytingu á búvörulögum og tollalögum (úthlutun tollkvóta).

Tvö tilboð bárust í tollkvóta fyrir blómstrandi pottaplöntur í tollskárnúmeri (0602.9091) samtals 2.400 stk., á meðalverðinu 107 kr./stk. Hæsta boð var 120 kr./stk. en lægsta boð var 89 kr./stk. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 1.650 stk. á jafnvægisverðinu 89 kr./stk. (Jafnvægisverð er lægsta samþykkta tilboð).

Tvö tilboð bárust í tollkvóta fyrir aðrar pottaplöntur í tollskrárnúmeri (0602.9093) samtals 2.900 stk., á meðalverðinu 113 kr./stk.  Hæsta boð var 120 kr./stk. en lægsta boð var 99 kr./stk. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 2.160 stk. á jafnvægisverðinu 99 kr./stk. (Jafnvægisverð er lægsta samþykkta tilboð).

Þrjú tilboð bárust í tollkvóta fyrir tryggðablóm í tollskrárnúmeri (0603.1400) samtals 12.000 stk., á meðalverðinu 48 kr./stk.  Hæsta boð var 50 kr./stk. en lægsta boð var 40 kr./stk. Tilboði var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 6.500 stk. á jafnvægisverðinu 49 kr./stk. (Jafnvægisverð er lægsta samþykkta tilboð).

Þrjú tilboð bárust í tollkvóta fyrir afskorin blóm, í tollskrárnúmeri (0603.1909) samtals 184.750 stk. á meðalverðinu 40 kr./stk.  Hæsta boð var 50 kr./stk. en lægsta boð var 17 kr./stk. Tilboði var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 118.750 stk. á jafnvægisverðinu 40 kr./stk. (Jafnvægisverð er lægsta samþykkta tilboð).

Atvinnuvega- og nýsköpunararráðuneytið hefur úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða/umsókna þeirra:

Blómstrandi pottaplöntur júlí - desember 2020

Magn (stk) og tilboðsgjafi:
1.400 Garðheimar-Gróðurvörur ehf
250 Grænn markaður ehf

Aðrar pottaplöntur júlí - desember 2020
Magn (stk) og tilboðsgjafi:
1.900 Garðheimar–Gróðurvörur ehf
260 Grænn markaður ehf

Tryggðablóm júlí - desember 2020
Magn (stk) og tilboðsgjafi:
3.500 Grænn markaður ehf
3.000 Samasem ehf

(Annars)  afskorin blóm júlí - desember 2020
Magn (stk) og tilboðsgjafi:
4.964 Garðheimar-Gróðurvörur ehf
113.786 Samasem ehf
 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...