Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tollasamningur við ESB ekki til þess fallinn að efla matvælaframleiðslu
Mynd / Hörður Kristjánsson
Fréttir 2. mars 2016

Tollasamningur við ESB ekki til þess fallinn að efla matvælaframleiðslu

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Á lokadegi búnaðarþings samþykktu bændur harðorða ályktun vegna tollasamnings stjórnvalda við ESB sem gerður var í haust. Samningurinn er ekki í samhengi við fyrirætlanir stjórnvalda um eflingu innlendrar matvælaframleiðslu að mati bænda.

Í ályktuninni segir: „Þingið krefst þess að stjórnvöld skipi þegar í stað starfshóp með fulltrúum bænda þar sem mat verður lagt á hvernig einstaka búgreinar geta tekist á við afleiðingar samningsins. Sérstaklega verði horft til svína- og alifuglaræktar, enda tekjutapið gríðarlegt í þeim greinum.“

Meta á kostnað við nýjar aðbúnaðarreglugerðir
Starfshópurinn á sömuleiðis að meta kostnað og áhrif sem nýjar aðbúnaðarreglugerðir hafa fyrir landbúnaðinn. Horfa skal til þess sem tíðkast í nágrannalöndunum þar sem stuðningur fylgir hertum kröfum.

Í ályktuninni segir jafnframt að unnin skuli fagleg úttekt á áhrifum breytinga á tollaumhverfinu og aðbúnaðarkröfum sem gerðar eru í landbúnaðinum. Á grundvelli hennar verði bændum sköpuð eðlileg starfsskilyrði inn í framtíðina, enda er það forsenda þess að bændur sjái sér fært að ráðast í þær dýru og umfangsmiklu framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til að uppfylla reglugerðir sem settar hafa verið.

Vilja ekki fullgilda tollasamning fyrr en upplýsingar liggja fyrir um áhrifin
Stjórn Bændasamtakanna var falið að setja málið í forgang og fara fram á að tollasamningurinn verði ekki fullgildur fyrr en starfshópurinn hefur skilað niðurstöðum sínum og gripið hefur verið til nauðsynlegra mótvægisaðgerða af hálfu stjórnvalda.

 

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...