Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Vindorkuver í Kaliforníu. Hægst getur á grænu umskiptunum í Bandaríkjunum vegna aukinna tolla.
Vindorkuver í Kaliforníu. Hægst getur á grænu umskiptunum í Bandaríkjunum vegna aukinna tolla.
Mynd / Yfu Wu
Utan úr heimi 25. apríl 2025

Tollar kollvarpa endurnýjanlegri orku

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Áætlað er að nýir tollar sem bandarísk stjórnvöld hafa lagt á innflutning muni auka kostnað við uppsetningu á grænum orkuinnviðum.

Því er áætlað að það muni hægjast á umskiptunum yfir í loftslagsvænni orkugjafa, en tollarnir bætast við stefnubreytingu stjórnvalda sem miðar að aukinni framleiðslu á jarðefnaeldsneyti vestanhafs. Óttast er að aðgengi Bandaríkjamanna að ódýrri og áreiðanlegri orku muni versna. The New York Times greinir frá. Á heimsvísu hefur verið mikil aukning á framleiðslu á endurnýjanlegri orku sem má að miklu leyti þakka Kínverjum sem framleiða sólarsellur, vindmyllur og liþíum rafhlöður í miklu magni, af góðum gæðum og á hagstæðu verði. Bandaríkin flytja inn flestar sínar sólarsellur frá kínverskum fyrirtækjum sem starfa í Suðaustur-Asíu og koma flestar rafhlöður í bíla beint frá Kína.

Indverjar eru farnir að auka sína framleiðslu á sólarsellum og rafhlöðum, en lagðir eru lægri tollar á vörur þaðan í samanburði við Kína. Jafnframt er áætlað að kínversk fyrirtæki muni flytja sína framleiðslu til landa eins og Pakistans og Brasilíu. Enn fremur er talið að einhverjir kínverskir framleiðendur muni draga sig frá bandarískum innflutningsmarkaði. Þar sem tollarnir eru svo víðtækir er ekki talið líklegt að hægt verði að framleiða rafhlöður og sólarsellur á hagkvæman hátt í Bandaríkjunum.

Skylt efni: bandaríkin

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...