Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Vindorkuver í Kaliforníu. Hægst getur á grænu umskiptunum í Bandaríkjunum vegna aukinna tolla.
Vindorkuver í Kaliforníu. Hægst getur á grænu umskiptunum í Bandaríkjunum vegna aukinna tolla.
Mynd / Yfu Wu
Utan úr heimi 25. apríl 2025

Tollar kollvarpa endurnýjanlegri orku

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Áætlað er að nýir tollar sem bandarísk stjórnvöld hafa lagt á innflutning muni auka kostnað við uppsetningu á grænum orkuinnviðum.

Því er áætlað að það muni hægjast á umskiptunum yfir í loftslagsvænni orkugjafa, en tollarnir bætast við stefnubreytingu stjórnvalda sem miðar að aukinni framleiðslu á jarðefnaeldsneyti vestanhafs. Óttast er að aðgengi Bandaríkjamanna að ódýrri og áreiðanlegri orku muni versna. The New York Times greinir frá. Á heimsvísu hefur verið mikil aukning á framleiðslu á endurnýjanlegri orku sem má að miklu leyti þakka Kínverjum sem framleiða sólarsellur, vindmyllur og liþíum rafhlöður í miklu magni, af góðum gæðum og á hagstæðu verði. Bandaríkin flytja inn flestar sínar sólarsellur frá kínverskum fyrirtækjum sem starfa í Suðaustur-Asíu og koma flestar rafhlöður í bíla beint frá Kína.

Indverjar eru farnir að auka sína framleiðslu á sólarsellum og rafhlöðum, en lagðir eru lægri tollar á vörur þaðan í samanburði við Kína. Jafnframt er áætlað að kínversk fyrirtæki muni flytja sína framleiðslu til landa eins og Pakistans og Brasilíu. Enn fremur er talið að einhverjir kínverskir framleiðendur muni draga sig frá bandarískum innflutningsmarkaði. Þar sem tollarnir eru svo víðtækir er ekki talið líklegt að hægt verði að framleiða rafhlöður og sólarsellur á hagkvæman hátt í Bandaríkjunum.

Skylt efni: bandaríkin

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...