Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mikill fjöldi Íslendinga hefur síðustu vikur spilað bridds á blómaeyjunni Madeira. Þar á meðal hinir brosmildu Sigurður Steingrímsson og Sigurður Skagfjörð Ingimarsson.
Mikill fjöldi Íslendinga hefur síðustu vikur spilað bridds á blómaeyjunni Madeira. Þar á meðal hinir brosmildu Sigurður Steingrímsson og Sigurður Skagfjörð Ingimarsson.
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áhuga á íþróttinni og margs konar kynningarstarfi

Hann hefur sem dæmi margoft hjálpað til við beinar útsendingar á netinu þegar viðureignir standa yfir. Þá leyfir Stefán briddsáhugafólki reglulega að fylgjast með ævintýrum sem hann ratar í við briddsborðið og segja sumir að kenna megi þingeyskt blóð Stefáns, nokkuð heitt á köflum, af áræði og kröfum sem hann gerir til sjálfs sín í spilinu góða.

Stefán var á meðal rúmlega 100 Íslendinga sem lögðu leið sína á árlegt stórmót á Madeira sem nú er nýlokið. Telst umsjónarmanni briddsþáttar Bændablaðsins svo til að aldrei hafi fleiri Íslendingar ferðast suður til portúgölsku blómaeyjunnar til að taka í spil. Og strax á fyrsta keppnisdegi í tvímenningnum gerðust mikil undur. Stefán fékk spil norðurs sem sjást á stöðumyndinni sem hér fylgir – og haldið ykkur nú fast!

Það eru ekki allir sem upplifa að fá 12 slagi á hendi í bridds, enda lýsir Stefán gjöfinni þannig að norðurspilin séu slagaríkasta hönd sem hann hefur nokkru sinni fengið á ferlinum.

„Ég sat í þriðju hönd í norður með þetta 9-4 skrímsli,“ segir Stefán, „og var að velta fyrir mér hvort væri rétt að opna á einu laufi, tveimur laufum (yfirsterkum) eða sex laufum.“

En þá opnaði makker hans á tveimur hjörtum sem lofuðu sexlit í hjarta og 10-13 punktum. 

Það er stundum þannig að þegar maður fær nánast of góð spil eins og í þessu dæmi verður sagna ekki minnst í árþúsund.

Eftir opnun á tveimur hjörtum gat Stefán meldað rólega 3 lauf, eðlilega kröfusögn. Makker hans tók undir laufið. Eftir það var leiðin greið í 7 lauf.

Um 40 borð af 140 náðu alslemmunni.

Skylt efni: bridds

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...