Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mikill fjöldi Íslendinga hefur síðustu vikur spilað bridds á blómaeyjunni Madeira. Þar á meðal hinir brosmildu Sigurður Steingrímsson og Sigurður Skagfjörð Ingimarsson.
Mikill fjöldi Íslendinga hefur síðustu vikur spilað bridds á blómaeyjunni Madeira. Þar á meðal hinir brosmildu Sigurður Steingrímsson og Sigurður Skagfjörð Ingimarsson.
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áhuga á íþróttinni og margs konar kynningarstarfi

Hann hefur sem dæmi margoft hjálpað til við beinar útsendingar á netinu þegar viðureignir standa yfir. Þá leyfir Stefán briddsáhugafólki reglulega að fylgjast með ævintýrum sem hann ratar í við briddsborðið og segja sumir að kenna megi þingeyskt blóð Stefáns, nokkuð heitt á köflum, af áræði og kröfum sem hann gerir til sjálfs sín í spilinu góða.

Stefán var á meðal rúmlega 100 Íslendinga sem lögðu leið sína á árlegt stórmót á Madeira sem nú er nýlokið. Telst umsjónarmanni briddsþáttar Bændablaðsins svo til að aldrei hafi fleiri Íslendingar ferðast suður til portúgölsku blómaeyjunnar til að taka í spil. Og strax á fyrsta keppnisdegi í tvímenningnum gerðust mikil undur. Stefán fékk spil norðurs sem sjást á stöðumyndinni sem hér fylgir – og haldið ykkur nú fast!

Það eru ekki allir sem upplifa að fá 12 slagi á hendi í bridds, enda lýsir Stefán gjöfinni þannig að norðurspilin séu slagaríkasta hönd sem hann hefur nokkru sinni fengið á ferlinum.

„Ég sat í þriðju hönd í norður með þetta 9-4 skrímsli,“ segir Stefán, „og var að velta fyrir mér hvort væri rétt að opna á einu laufi, tveimur laufum (yfirsterkum) eða sex laufum.“

En þá opnaði makker hans á tveimur hjörtum sem lofuðu sexlit í hjarta og 10-13 punktum. 

Það er stundum þannig að þegar maður fær nánast of góð spil eins og í þessu dæmi verður sagna ekki minnst í árþúsund.

Eftir opnun á tveimur hjörtum gat Stefán meldað rólega 3 lauf, eðlilega kröfusögn. Makker hans tók undir laufið. Eftir það var leiðin greið í 7 lauf.

Um 40 borð af 140 náðu alslemmunni.

Skylt efni: bridds

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...