Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Tólf arma stjörnuteppi
Hannyrðahornið 26. júní 2019

Tólf arma stjörnuteppi

Höfundur: Handverkskúnst
Heklað úr Scheepjes Whirl, aðeins eina dokku þarf í teppið. Garnið er mjúkt og skemmtilegt að vinna með. 
 
Teppið kemur einstaklega vel út úr þessu skemmtilega garni sem skiptir sjálft um lit. 
 
Garn: Scheepjes Whirl 1 dokka, litur 768, Sherbet Rainbow. 
Fæst í Handverkskúnst, Rokku Fjarðarkaupum og Gallerý Snotru Akranesi.
 
Heklunál: 3,5 mm
 
Stærð: 89 cm þvermál
 
Skammstafanir: Sl. – sleppa, LL – loftlykkja, L – lykkja, KL – keðjulykkja, ST, stuðull, LL-bil – loftlykkjubil
 
Hver umferð byrjar á 2 loftlykkjum og teljast þær alltaf sem fyrsti stuðull umferðarinnar, hverri umferð er svo alltaf lokað með keðjulykkju í aðra loftlykkju af þessum tveimur.
 
Fitjið upp 4 LL, tengið saman í hring með KL.
 
1. umf: Heklið 2 LL (telst sem 1 ST), heklið 11 ST inn í hringinn, lokið umf með KL. (12 ST)
2. umf: Heklið 2 LL, 1 ST í sömu L, 2 ST í hverja L út umf, lokið umf. (24 ST)
3. umf: Heklið 2 LL, *sl. 1 L, heklið (1 ST, 2 LL, 1 ST) saman í næstu L*, endurtakið frá * að * 10 sinnnum til viðbótar, heklið 1 ST í fyrstu L umf, 2 LL, lokið umf með KL. 
4. umf: Heklið KL yfir í næsta LL-bil, heklið (2 LL, 1 ST, 2 LL, 2 ST) í LL-bilið, heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næstu 11 LL-bil, lokið umf.
5. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 1 ST, sl. 2 L, 1 ST *, endurtakið frá * að * út umf, síðasta endurtekningin endar við sl. 2, lokið umf.
6. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 1 ST, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 2 ST, sl. 2 L, 2 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf. Athugið að héðan í frá endar síðasta endurtekningin í hverri umf við sl. 2.
7. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 2 ST, *heklið (1 ST, 2 LL, 1 ST) í næsta LL-bil, 3 ST, sl. 2 L, 3 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
8. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 2 ST, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 3 ST, sl. 2 L, 3 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
9. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 3 ST, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 4 ST, sl. 2 L, 4 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
10. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 4 ST, *heklið (1 ST, 2 LL, 1 ST) í næsta LL-bil, 5 ST, sl. 2 L, 5 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
11. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 4 ST, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 5 ST, sl. 2 L, 5 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
12. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 5 ST, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 6 ST, sl. 2 L, 6 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
13. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 6 ST, *heklið (1 ST, 2 LL, 1 ST) í næsta LL-bil, 7 ST, sl. 2 L, 7 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
 
Umferðir 11-13 eru endurteknar til þess að stækka teppið, með hverri endurtekningu fjölgar stuðlunum. Heklið áfram þar til æskilegri stærð hefur verið náð, eða þar til garnið er búið. Í teppinu á myndinni eru 43. umferðir. Í lokin má hekla tvær umferðir af fastapinnum til þess að ramma teppið inn, en það er ekki nauðsynlegt.
 
 
Þýdd uppskrift frá Celeste Young. 
 
Heklkveðjur
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...