Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Orkugerðin í Flóanum.
Orkugerðin í Flóanum.
Mynd / smh
Fréttir 26. nóvember 2024

Tók við dýraleifum af öllu höfuð­borgarsvæðinu og Suðurlandi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Kjötmjölsverksmiðjan Orkugerðin í Flóanum náði að taka við öllum sláturúrgangi og dýraleifum sem fellur til úr sláturhúsum og í kjötvinnslum á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu nú í haust.

Ólafur Wernersson, framkvæmdastjóri Orkugerðarinnar.

Að sögn Ólafs Wernerssonar, framkvæmdastjóra Orkugerðarinnar, er það í fyrsta skiptið sem það tekst en eftir stækkun nú í vor hefur afkastageta verksmiðjunnar verið aukin umtalsvert. Í október gat því verksmiðjan tekið á móti um 1.385 tonnum í stað um 800 tonna sem hún áður náði að afkasta.

Tvöföld framleiðsla

„Þetta umframmagn þurfti áður að keyra til urðunar í Álfsnesi,“ segir Ólafur. Hann segir að áhugi á notkun kjötmjölsins til áburðar á ræktarlönd sé svipaður og verið hefur – mætti hins vegar vera meiri – en magnið sem sé í boði hafi nærri tvöfaldast. Það sé núna verkefni hjá þeim að reyna að glæða áhuga bænda á því að nota kjötmjölið. „Við bendum á að tilraunir bænda hafa sýnt fram á að hægt sé að spara innkaup á tilbúnum áburði með því að nota kjötmjölið til dæmis í blöndum með kúamykju í ákveðnum tilvikum,“ segir hann.

„Við sendum svo fyrir skemmstu gám til Yara í Noregi sem vill prófa að nota þetta í áburðarframleiðsluna sína fyrir bændur í lífrænum búskap. Mér skilst að þetta sé hugsað aðallega til markaðssetningar fyrir kornbændur.

Kjötmjölið helst verið notað til landgræðsluverkefna

„Hugmyndin er að ef það viðskiptasamband gengur upp þá sendum við jafnóðum út eftir þörfum en liggjum ekki með lager af kjötmjöli,“ heldur Ólafur áfram. „Ef það kemur pöntun innanlands framleiðum við sérstaklega fyrir hana með því hráefni sem við getum safnað á hverjum tíma. Þannig að ef einhver pantar 100 tonn, þá fær viðkomandi bara næstu 100 tonn úr framleiðslunni, sem tekur kannski tvær vikur að framleiða.

Við megum ekki geyma hráefnið lengi og framleiðum því yfirleitt innan sólarhrings eftir að það berst til okkar,“ segir Ólafur, en kjötmjöl er helst notað til landgræðsluverkefna í dag.

Breytingar á reglum um dreifingu

Hömlur hafa verið á dreifingu á kjötmjöli á Íslandi, þannig að því hefur þurft að dreifa á ræktarlönd fyrir 1. desember á hverju ári sé ætlunin að nytja þau næsta vor til beitar eða fóðurframleiðslu. Ólafur segir þessar reglur hafa haft áhrif á nýtingarmöguleika kjötmjölsins sem áburðargjafa.

„Hins vegar hafa nýlega verið gerðar breytingar á þessari reglugerð þannig að í raun verður kjötmjölið skilgreint sem áburður og dreifing á því leyfð að vori með skilyrðum. Til dæmis ef blandað hefur verið í það kalki til dæmis eða öðrum efnum sem gerir það óhæft til fóðurnotkunar. Við erum nú með það í undirbúningi að koma okkur upp búnaði til íblöndunar,“ segir Ólafur.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f