Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Leikritið Ferðin til Limbó byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi sem kom út árið 1963. Leikritið var fyrsta leikritið eftir íslenska konu sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu árið 1966.
Leikritið Ferðin til Limbó byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi sem kom út árið 1963. Leikritið var fyrsta leikritið eftir íslenska konu sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu árið 1966.
Líf og starf 18. september 2024

Tjöldin dregin frá

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Áhugaleikhúsin fara nú að hefja leikinn enda haustið að skella á. Mikið verður um skemmtan en eins og er hafa sex leikfélög valið sér verk og eru áætlaðar frumsýningar frá 21. september.

Leikfélag Kópavogs ríður á vaðið með verkinu Ferðin til Limbó, en höfundur þess er Ingibjörg Þorbergs, sem einnig á heiður af tónlistinni. Næst tekur við Leikfélag Hveragerðis með barnaleikritinu vinsæla Ávaxtakörfunni eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, tónlist eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson og verður frumsýnt 28. september. Þann 11. október má hlakka til að sjá annað tilbrigði við Ávaxtakörfuna í höndum Leikfélags Sauðárkróks og svo þann átjánda setur Leikfélag Keflavíkur verkið Allir á svið – á svið, eftir Michael Frayn.

Leikfélagið Lauga sér fyrir sér að frumsýna Ævintýrabókina þann 25. október en höfundur hennar er Pétur Eggerz og tónlistin eftir Guðna Franzson. Margir hlakka væntanlega til hins klassíska verks Dýrin í Hálsaskógi eftir Torbjörn Egner sem verður sýnt á fjölum Leikfélags Vestmannaeyja í október og svo tekur Leikfélag Kópavogs fyrir verkið Rommí eftir D. L. Coburn.

Síðustu tvær sýningarnar verða eins og áður sagði í októbermánuði, en frumsýningardagurinn er ósettur enn og því um að gera að fylgjast með.

Sýningar áhugaleikhúsanna hafa yfir árin glatt hug og hjörtu landsmanna, sérstaklega þegar drungi vetrar liggur fyrir og því um að gera að hafa augun opin fyrir áætluðum sýningum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...