Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tjaldur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 25. september 2024

Tjaldur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Tjaldur er stór og auðþekkjanlegur vaðfugl sem finnst um allt land. Tjaldar eru algengastir við ströndina en finnast líka eitthvað inn til landsins við ár og vötn. Þeir eru fremur félagslyndir og algengt að sjá þá í hópum utan varptíma. Þeir verpa helst í möl eða sandi við sjó, ár og vötn. Einnig er nokkuð um að þeir verpi í byggð eða nálægt mannvirkjum eins og vegum, húsþökum eða tjaldstæðum. Þar sem þeir verpa í byggð geta þeir orðið nokkuð gæfir og þiggja jafnvel matargjafir. En þó er rétt að geta þess að fyrir fugla með sérhæft fæðuval eins og t.d. tjalda er alltaf best að þeir finni mat upp á eigin spýtur frekar en að vera háðir matargjöfum. Helsta fæða tjaldsins við ströndina er að grafa eftir sandmaðki og öðrum hryggleysingjum. Inn til landsins notar hann gogginn til að pota ótt og títt í mjúkan jarðveg eftir ánamöðkum. Hann er einnig nokkuð lunkinn við að ná sér í krækling og ber hann m.a. enska heitið Oystercatcher vegna þess hversu laginn hann er að opna skeljar og ná sér í dýrindis fæðu í boði hafsins. Hann er að mestu farfugl en þó dvelja hér nokkur þúsund fuglar veturlangt við ströndina. Þeir tjaldar sem yfirgefa landið á haustin halda til Bretlandseyja líkt og margir aðrir farfuglar sem hér verpa.

Skylt efni: fuglinn

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f