Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hann er á í Norðurá í Borgarfirði á fyrsta degi hjá Guðrúnu Sigurjónsdóttur, formanni félagsins, með fyrsta flugulaxinn sinn.
Hann er á í Norðurá í Borgarfirði á fyrsta degi hjá Guðrúnu Sigurjónsdóttur, formanni félagsins, með fyrsta flugulaxinn sinn.
Mynd / María Gunnarsdóttir
Í deiglunni 30. september 2019

Tíu til fimmtán þúsund færri laxar en í fyrra

Höfundur: Gunnar Bender
Veiðisumarið er að verða búið í laxinum, en mun minna hefur veiðst af honum en í fyrra. Það er samt hellingur eftir í sjó­birt­ingum og hann hefur gengið vel fyrir austan, Tungufljótið og Tungulækur að gefa vel.
 
„Við vorum í Geirlandsá um daginn og fengum 4 laxa og einn sjóbirting, birtingurinn var bara alls ekki mættur en hann kemur,“ sagði veiðimaður sem var á veiðislóðum fyrir austan og veiddi mest lax, það sem hefur vantað í laxveiðiárnar í sumar víða um land.
 
Við erum  að tala um líka 10 til 15 þúsund færri laxa í laxveiðiánum þetta sumarið og það munar um minna í veiðinni. Kíkjum aðeins á veiðilistann, í efsta sæti er Eystri-Rangá, síðan kemur Ytri-Rangá og Sela í Vopnafirði, svo Miðfjarðará.
 
„Það var gaman í Miðfjarðará um daginn og áin er skemmtileg,“ sagði Hafþór Óskarsson, sem var á árbökkunum undir það síðasta í ánni. Svo kemur Þverá í Borgarfirði, Urriðafoss í Þjórsá, svo Laxá  á Ásum og síðan Hofsá, svona mætti  lengi telja.
 
Góðar laxveiðiár eru ekki ofar­lega eins og Norðurá í Borgarfirði og Laxá í Kjós en það kemur sumar eftir þetta sumar. Bara verst að enginn veit hvernig næsta sumar verður, það er heila málið. Við skulum sjá stöðuna þegar nær dregur. Allt getur gerst á árbökkunum en þetta þarf að batna verulega.

Skylt efni: stangaveiði | Laxveiði

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...