Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hann er á í Norðurá í Borgarfirði á fyrsta degi hjá Guðrúnu Sigurjónsdóttur, formanni félagsins, með fyrsta flugulaxinn sinn.
Hann er á í Norðurá í Borgarfirði á fyrsta degi hjá Guðrúnu Sigurjónsdóttur, formanni félagsins, með fyrsta flugulaxinn sinn.
Mynd / María Gunnarsdóttir
Í deiglunni 30. september 2019

Tíu til fimmtán þúsund færri laxar en í fyrra

Höfundur: Gunnar Bender
Veiðisumarið er að verða búið í laxinum, en mun minna hefur veiðst af honum en í fyrra. Það er samt hellingur eftir í sjó­birt­ingum og hann hefur gengið vel fyrir austan, Tungufljótið og Tungulækur að gefa vel.
 
„Við vorum í Geirlandsá um daginn og fengum 4 laxa og einn sjóbirting, birtingurinn var bara alls ekki mættur en hann kemur,“ sagði veiðimaður sem var á veiðislóðum fyrir austan og veiddi mest lax, það sem hefur vantað í laxveiðiárnar í sumar víða um land.
 
Við erum  að tala um líka 10 til 15 þúsund færri laxa í laxveiðiánum þetta sumarið og það munar um minna í veiðinni. Kíkjum aðeins á veiðilistann, í efsta sæti er Eystri-Rangá, síðan kemur Ytri-Rangá og Sela í Vopnafirði, svo Miðfjarðará.
 
„Það var gaman í Miðfjarðará um daginn og áin er skemmtileg,“ sagði Hafþór Óskarsson, sem var á árbökkunum undir það síðasta í ánni. Svo kemur Þverá í Borgarfirði, Urriðafoss í Þjórsá, svo Laxá  á Ásum og síðan Hofsá, svona mætti  lengi telja.
 
Góðar laxveiðiár eru ekki ofar­lega eins og Norðurá í Borgarfirði og Laxá í Kjós en það kemur sumar eftir þetta sumar. Bara verst að enginn veit hvernig næsta sumar verður, það er heila málið. Við skulum sjá stöðuna þegar nær dregur. Allt getur gerst á árbökkunum en þetta þarf að batna verulega.

Skylt efni: stangaveiði | Laxveiði

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...