Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af tilefni starfsafmælisins munu starfsmenn hennar standa fyrir ýmsum viðburðum á árinu.

Áramótin 2012–13 var RML stofnað við sameiningu ráðgjafarþjónustu búnaðarsambanda kringum landið og ráðgjafarsviðs Bændasamtaka Íslands.

„Ljóst var að verkefni hins nýja fyrirtækis voru nokkuð frábrugðin þeim verkefnum sem áður voru vistuð innan búnaðarsambandanna og Bændasamtakanna.

Þau verkefni er sneru að hagsmunagæslu, eftirliti og öðrum verkefnum en þeim sem tilheyrðu beint ráðgjafarþjónustu, skýrsluhaldi eða kynbótastarfi, fluttust ekki yfir í hið nýja fyrirtæki. RML hefur því haft það meginhlutverk að vera ráðgjafarfyrirtæki í landbúnaði og er að fullu í eigu Bændasamtakanna og þar af leiðandi bænda en hefur sem slíkt ansi víðtækt hluverk. Auk þess að veita bændum hlutlausa og óháða ráðgjöf sinnir RML ráðgjöf til ýmissa hagaðila svo sem ríkisstofnana, ráðuneyta og einkaaðila. Við sameininguna varð til öflugt sameinað fyrirtæki sem er í stakk búið til þess að takast á við verkefni nútímans,“ segir Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri RML. Á þessu afmælisári vilji starfsmenn fyrirtækisins blása til sóknar og vekja athygli á því starfi sem RML sinnir í samvinnu við bændur.

„Stefnt er að því að halda ráðstefnu í haust þar sem bændur og fræðafólk kemur saman og fer yfir það helsta í nýjungum í landbúnaði. Að auki verða viðburðir, fundir og kynningar umfram það sem gerist á venjulegu ári hjá RML. Við búumst því við spennandi ári þar sem áhersla verður lögð á hvernig við í sameiningu förum inn í næsta áratug í íslenskum landbúnaði. Viðburðirnir verða rækilega auglýstir í Bændablaðinu, á rml.is og samfélagsmiðlum.

Við hlökkum til þess að hitta bændur sem oftast á þessum tímamótum,“ segir Karvel.

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...