Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Álfamær frá Prestsbæ og Árni Björn Pálsson unnu lokagrein mótsins. Hjá þeim stendur eigandi gæðingshryssunnar, Anja Egger-Meier frá Sviss.
Álfamær frá Prestsbæ og Árni Björn Pálsson unnu lokagrein mótsins. Hjá þeim stendur eigandi gæðingshryssunnar, Anja Egger-Meier frá Sviss.
Mynd / ghp
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakeppni Landsmóts hestamanna á dögunum.

Í fyrsta sinn í sögu mótsins sigraði hryssa A-flokk gæðinga en Álfamær frá Prestsbæ og Árni Björn Pálsson fögnuðu ákaft sigri eftir jafna keppni. Feðgar tóku tvo bikara með sér heim, en Sigurður Matthíasson á Safír frá Mosfellsbæ fagnaði sigri í B-flokki gæðinga og sonur hans, Matthías, sigraði ungmennaflokk á Tuma frá Jarðbrú eftir að hafa farið Krýsuvíkurleiðina að sigri í gegnum B-úrslit. Kvikmyndastjarna frá Austurlandi, Ída Mekkín Hlynsdóttir, á Marín frá Lækjarbrekku 2 hampaði bikar unglinga eftir afar skemmtilega og jafna keppni átta stúlkna. Viktoría Huld Hannesdóttir á Þin frá Enni heillaði dómara og brekkuna þegar hún stóð uppi sem sigurvegari barna. Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti voru ótvíræðir sigurvegarar töltsins og Konráð Valur Sigurðsson varð þrefaldur sigurvegari skeiðgreina. Jón Ársæll Bergmann sigraði fimmgang á Hörpu frá Höskuldsstöðum, Gústaf Ásgeir Hinriksson hreppti fyrsta sæti í fjórgangi á Össu frá Miðhúsum og Ásmundur Ernir Snorrason vann keppni í slaktaumatölti á Hlökk frá Strandarhöfða. Hér eru svipmyndir frá glæsilegri keppni Landsmótsins.

7 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...