Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Starfsfólk Landgræðslunnar við störf á Geitasandi. F.v.: Anne Bau, Urður Einarsdóttir, Sóldögg Rán Davíðsdóttir, Snorri Björn Magnússon, Elísa Inger Jónsdóttir, Guðný Rut Guðnadóttir, Sigurður Smári Davíðsson og Róbert Ívar Arnarsson.
Starfsfólk Landgræðslunnar við störf á Geitasandi. F.v.: Anne Bau, Urður Einarsdóttir, Sóldögg Rán Davíðsdóttir, Snorri Björn Magnússon, Elísa Inger Jónsdóttir, Guðný Rut Guðnadóttir, Sigurður Smári Davíðsson og Róbert Ívar Arnarsson.
Mynd / Dúi J. Landmark
Líf og starf 30. júní 2021

Tilraunir á Geitasandi með áhrif lífrænna efna á gróðurframvindu

Höfundur: smh

Í byrjun árs var sett af stað samstarfsverkefni um þróun á íslenskum áburði með sjálfbærum framleiðsluaðferðum. Einn angi þess verkefnis er að kortleggja allt lífrænt hráefni sem getur nýst til áburðarframleiðslu. Verkefnisstjórn er í höndum Matís, en samstarfsaðilar eru Atmonia, Landsvirkjun, Landbúnaðarháskóli Íslands og Landgræðslan – sem nýlega setti upp tilraunir á Geitasandi í Rangárvallasýslu þar sem borin eru saman áhrif mismunandi lífrænna efna á gróðurframvindu á rýrum mel.

Samstarfsverkefnið heitir Sjálf­bær áburðarvinnsla og fékk tveggja ára styrk frá Markáætlun Rannís. Takmarkið er að finna leiðir til að bæta næringarefnum í lífrænan úrgang og gera þau að verðmætum áburði.

Loftmyndir af sáningarreitum á Geitasandi.

Áhrif sex mismunandi tegunda lífrænna efna

Í tilraun Landgræðslunnar eru borin saman áhrif sex mismunandi tegunda lífrænna efna, með eða án viðbættra næringarefna og sum þeirra í misstórum skömmtum. Allur úrgangur hefur verið meðhöndlaður á þann hátt að leyfilegt er að dreifa honum til uppgræðslu.

Í umfjöllun á vef Landgræðslunnar um tilraunina á Geitasandi kemur fram að hingað til hafi skort leiðir til að endurnýta allan lífrænan úrgang á vistvænan hátt, sérstaklega svokallaðan „vandamálaúrgang“.

Tilraunaverkefni Landgræðslunnar, þar sem mismunandi tegundum af lífrænum áburði er dreift á Geitasandi til að skoða áhrif á gróðurframvindu.

Mannaseyra er vandamálaúrgangur

„Vandamálaúrgangur sem hér er notað sem samheiti yfir efni sem eru illa nýtt, s.s. mannaseyra og ýmis úrgangur frá eldisdýrum, er oft urðaður eða hleypt út í sjó. Hann mætti hins vegar frekar kalla „tækifærisúrgang“.

Þessi tækifærisúrgangur inniheldur mikið magn dýrmætra næringarefna og það er því fullkomin sóun að nýta hann ekki, sérstaklega í landi þar sem ástand gróðurs og jarðvegs er svona bágborið. Því er til mikils að vinna að nýta hann sem best og nota í stað tilbúins innflutts áburðar þar sem það er hægt, en tilbúinn áburður hefur margfalt hærra kolefnisspor og er dýr í innkaupum. Tækifærisúrgangurinn er hins vegar heimafenginn og oftast gjaldfrjáls,“ segir í umfjölluninni.

Haft er eftir Magnúsi H. Jóhannes­syni, teymisstjóra Landgræðslunnar, að geysilega mikil verðmæti séu fólgin í lífrænum úrgangi, þó flest okkar líti á hann sem vandamál sem best sé að losna við sem fyrst. Hann segir að næringarefnin séu nákvæmlega jafn verðmæt og í tilbúnum áburði, bara aðeins þyngri í notkun.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...