Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá Landsmóti hestamanna 2018.
Frá Landsmóti hestamanna 2018.
Mynd / ghp
Fréttir 24. nóvember 2021

Tilnefnd ræktunarbú árið 2021

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 32 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu.

Tilnefnd eru 12 efstu bú ársins að loknum útreikningi, í ár voru tvö bú jöfn í tólfta sæti og eru búin því 13 í ár. Reglur fagráðs um ræktunarbú ársins má finna inn á heimasíðu Félags hrossabænda, fhb.is.

Tilnefnd bú munu hljóta viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2021 þann 28. nóvember sem vegna samkomutakmarkana verður streymt. Ræktunarbú ársins verður verðlaunað á þeim viðburði.


Tilnefnd bú eru eftirfarandi í stafrófsröð:

  • Austurás, Haukur Baldvinsson, Ragnhildur Loftsdóttir og fjölskylda
  • Efri-Fitjar, Gréta Brimrún Karlsdóttir, Tryggvi Björnsson, Gunnar Þorgeirsson og fjölskylda.
  • Fákshólar, Jakob Svavar Sigurðsson, Helga Una Björnsdóttir, Fákshólar ehf
  • Flagbjarnarholt, Bragi Guðmundsson, Valgerður Þorvaldsdóttir, Sveinbjörn Bragason, Þórunn Hannesdóttir og fjölskylda
  • Garðshorn á Þelamörk, Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius
  • Hemla II, Vigni Siggeirsson, Lovísa Herborg Ragnarsdóttir og fjölskylda
  • Hjarðartún, Óskar Eyjólfsson og fjölskylda
  • Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble
  • Prestsbær, Inga og Ingar Jensen
  • Ragnheiðarstaðir, Helgi Jón Harðarson og fjölskylda
  • Sauðanes, Ágúst Marinó Ágústsson og fjölskylda
  • Skipaskagi, Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir
  • Stuðlar, Edda Björk Ólafsdóttir og Páll Stefánsson
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...