Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Álftir á túnum í Eyjafirði. Á síðustu fjórum árum hefur verið greitt fyrir tjón á 418,4 hektara landi, árið 2021 fyrir 138,9 ha en aðeins fyrir 47,6 ha í fyrra.
Álftir á túnum í Eyjafirði. Á síðustu fjórum árum hefur verið greitt fyrir tjón á 418,4 hektara landi, árið 2021 fyrir 138,9 ha en aðeins fyrir 47,6 ha í fyrra.
Mynd / sá
Fréttir 24. október 2023

Tillaga um veiðar fær ekki brautargengi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Árlega valda álftir, gæsir og helsingjar skaða á túnum og kornökrum bænda sem verða af uppskeru vegna þeirra.

Þeir hafa tækifæri til að sækja um styrki vegna tjónsins með því að skila tjónamati fyrir 20. október hvert ár í gegnum Afurð, stafrænt stjórnsýslukerfi matvælaráðuneytisins.

Á síðustu fjórum árum hefur verið greitt fyrir tjón á 418,4 hektara landi, samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu, en til að bændur fái greitt fyrir tjón þurfa þeir að skila inn tjónamati. Mikill munur er á milli ára en langminnst var greitt fyrir tjón í fyrra. Í skýrslu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins frá árinu 2016 um tjón af völdum álfta og gæsa árin 2014 og 2015 kemur fram að margir bændur tilkynni ekki um tjón í ljósi þess að lítið hafi áunnist í þeirri viðleitni að fá tjón viðurkennt, bætt eða að þeir fái ný úrræði til að verjast tjóninu.

Fimm þingmenn lögðu í september fram tillögu til þingsályktunar um leyfi til veiða á álft, grágæs, heiðagæs og helsingja utan hefðbundins veiðitíma. Þar er farið þess á leit að ráðherra útbúi tillögur um heimild til tímabundinna og skilyrtra veiða á fuglunum á kornökrum og túnum innan tiltekins tímaramma ár hvert. Leyfin yrðu þá veitt þeim svæðum þar sem þörf er talin á aðgerðum vegna verulegs ágangs fugla á tún og kornakra.

Þingsályktunartillagan er byggð á nær samhljóma tillögum sem voru lagðar fram á þremur síðustu löggjafarþingum. Í niðurlagi þingsályktunartillögunnar segir að flutningsmenn telji nauðsynlegt að setja markmið um stærð stofna álfta og gæsa. „Þá er mikilvægt að til verði skýr heimild og áætlun um veiðar á álft og gæs í því skyni að minnka tjón bænda, hvort sem hún felur í sér breytingar á lögum eða eftir atvikum reglugerðum þar að lútandi. Samhliða þessari aðgerð verði gerð áætlun um að tryggja vernd stofnanna.“

Í greinargerð tillögunnar kemur fram að álftin hafi verið friðuð frá árinu 1913 en álftastofninn hafi stækkað verulega. Um 1960 hafi stofninn talið 3-5 þúsund fugla en sé nú talinn um 34.000 fuglar. Einnig kemur fram að stofnstærð grágæsa sé kringum 60.000 fuglar, stofnstærð heiðagæsar sé í sögulegu hámarki og telji nú um 500.000 fugla og varpstofn helsingja hafi einnig fjölgað mikið og sé ekki á válista.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...