Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tíglatuskur
Hannyrðahornið 16. október 2023

Tíglatuskur

Höfundur: Drops Design www.garnstudio.com

Prjónaðar tuskur með fallegu gatamynstri sem myndar tígla. Við mælum með tveimur bómullar- tegundum frá DROPS í tuskur. DROPS Safran sem fæst í 45 litbrigðum og kostar dokkan 440 kr. og DROPS ♥️ You 7 sem fæst í 57 litbrigðum og kostar aðeins 285 kr.

DROPS mynstur: e-308

Stærð: 1 tuska er ca 26x26 cm og ca 32 grömm.

Garn: DROPS Safran eða DROPS ♥You 7, fæst hjá Handverkskúnst, www.GARN.is

Litir á mynd: DROPS Safran - Þokubleikur nr 56, Natur nr 18, Rauður leir nr 59, Ljósbrúnn nr 22. Sambærilegir litir í DROPS ♥ You 7 - Ljósferskja nr 54, Ryð nr 34, Súkkulaði nr 37, Perla nr 32.

Prjónar: nr 2,5 eða þá stærð sem þarf til að 26 lykkjur í sléttuprjóni verði 10 cm á breidd.

Uppskrift: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 67 lykkjur á prjón 2,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur.

Prjónið síðan eftir mynsturteikningu frá réttu þannig: Prjónið 3 lykkjur í garðaprjóni, A.1 yfir 5 lykkjur, A.2 yfir 50 lykkjur (=5 endurtekningar), A.3 yfir 6 lykkjur og prjónið 3 lykkjur í garðaprjóni.

Haldið áfram að prjóna eftir mynsturteikningu svona þar til stykkið mælist ca 25 cm, endið eftir 10. eða 20. umferð í mynsturteikningu.

Prjónið 4 umferðir garðaprjón og fellið af með sléttum lykkjum í næstu umferð. Klippið frá og gangið frá endum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...