Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þytur í laufi
Hannyrðahornið 26. febrúar 2018

Þytur í laufi

Fallegur prjónaður púði með gatamynstri.
 
Mál: 
ca 45 x 45 cm – púðaverið passar fyrir kodda 50 x 50 cm það er fallegra ef það strekkist aðeins á verinu.
Garn: DROPS Merino Extra Fine, 400 g litur 08, ljós beige.
 
Prjónar. Sokkaprjónar og hringprjónar 40 cm nr 3 - eða þá stærð sem þarf til að 23 lykkjur og 32 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
 
MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.
 
AFFELLING:  Til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með ½ númeri grófari prjónum.
 
PÚÐI:
Stykkið er prjónað í hring í ferning á sokkaprjóna/hringprjóna með byrjun frá miðju á ferning. Prjónuð eru 2 alveg eins stykki sem síðan eru saumuð saman.
 
Fitjið upp 8 lykkjur á sokkaprjón 3 með Merino Extra Fine. Prjónið mynstur hringinn eftir mynsturteikningu A.1 (= 2 lykkjur) alls 4 sinnum í umferð – lesið MYNSTUR að ofan.
 
Skiptið yfir á hringprjón þegar aukið hefur verið út nægilega margar lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar öll mynstureining A.1 hefur verið prjónuð til loka eru 128 lykkjur í umferð. Setjið 4 prjónamerki án þess að prjóna þannig: Setjið fyrsta prjónamerkið í byrjun umferðar, annað prjónamerki eftir 32 lykkjur, setjið þriðja prjónamerkið eftir 32 lykkjur og setjið fjórða prjónamerkið eftir 32 lykkjur, látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu.
 
Prjónið síðan mynstur þannig: Prjónið * A.2 (= 2 lykkjur), A.3 yfir næstu 28 lykkjurnar (= 2 mynstureiningar með 14 lykkjum) og A.4 (= 2 lykkjur) *, prjónið *-* alls 4 sinnum í umferð. Þegar A.2/A.3/A.4 er lokið á hæðina eru 60 lykkjur á milli hverra prjónamerkja (= 240 lykkjur í umferð).
 
Prjónið síðan mynstur þannig: Prjónið * A.2 (= 2 lykkjur), A.3 yfir næstu 56 lykkjurnar (= 4 mynstureiningar með 14 lykkjum) og A.4 (= 2 lykkjur) *, prjónið frá *-* alls 4 sinum í umferð. Þegar A.2/A.3/A.4 er lokið á hæðina eru 88 lykkjur á milli hverra prjónamerkja (= 352 lykkjur í umferð). Ferningurinn mælist ca 45 x 45 cm. Fellið laust af – lesið AFFELLING að ofan. Prjónið annað stykki alveg eins.
 
FRÁGANGUR:
Leggið ferningana saman með röngu á móti röngu. Saumið 3 af hliðunum kant í kant í ystu lykkjubogana. Setjið kodda í verið og saumið síðan meðfram síðustu hliðinni.
 
 
 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...