Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þýskur Eicher – varð indversk- finnsk-amerískur
Á faglegum nótum 13. júlí 2017

Þýskur Eicher – varð indversk- finnsk-amerískur

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Í þorpinu Forstern, nærri München í Bæjaralandi í Þýskalandi, var fyrsta Eicher dráttarvélin smíðuð árið 1930. Það var Eicher Diesel 22PSI – 1939. Dró hún nafn sitt af þúsundþjalasmiðnum Albert Eicher. Var þetta upphafið að umfangsmiklum rekstri Eicher Forstern og Dingolfing verksmiðjanna.

Áður en hafist var handa við framleiðsluna voru gerðar margvíslegar tilraunir og sótt um einkaleyfi á fjölmörgum hlutum. Var smíðin á fyrstu  Eicher vélinni í raun þróuð upp úr gamalli þriggja hjóla dráttarvél og sjálfvirkri sláttuvél. 
Það voru bræðurnir Joseph og Albert Eicher sem lögðu grunninn að þessari framleiðslu, Þeir voru fæddust og ólust upp í landbúnaði í Þýskalandi. Áhugi þeirra á landbúnaði kallaði fram hugmyndir að margvíslegum búnaði til að létta mönnum vinnuna í landbúnaði.
Árið 1949 komu þeir fram með dráttarvél sem var með loftkældum mótor sem skoraði hátt í þessum geira.

Stofnaði fyrirtæki á Indlandi

Árið 1959 var stofnað fyrirtækið Eicher Tractor Corporation of India Private Ltd. Var það í samvinnu við Goodearth Company í Nýju-Delí á Indlandi sem stofnað var sem dreifingar- og þjónustufyrirtæki árið 1948. Kom þá fram 1959 módelið af Eicher ED3 dráttarvélinni. 
Selt til TAFE

Hóf fyrirtækið framleiðslu á indverskri útgáfu af Eicher dráttarvélum árið 1960. Var þessi dráttarvélaframleiðsla síðar seld til fyrirtækisins Tractors And Farm Equipment Ltd (TAFE) í Chennai á Indlandi sem enn framleiðir Eicher dráttarvélar.
Frá 1965 hefur Eicher Tractor Corporation eingöngu verið í eigu indverskra hluthafa. Massey Ferguson keypti 30% hlut í þýska fyrirtækinu Eicher árið 1970. Voru þýsku eigendurnir svo keyptir út úr fyrirtækinu árið 1973. Í framhaldinu framleiddi fyrirtækið síðan undir nafninu Eicher Gootearth og síðan eingöngu Eicher. Í framhaldinu var nafninu breytt í Eicher Valtra og síðan Euro Power.
Árið 2005 seldi Eicher Motors Ltd. dráttarvélahlutann, Tractors & Engines, til TAFE og úr varð dótturfélagið TAFE Tractors And Farm Equipment Ltd.

Í eigu Valtra

Dráttarvélar af gerðinni Eicher Valtra og Ero Power eru sömu vélarnar og hafa verið seldar sem Eicher 6100 sem allar eru smíðaðar samkvæmt framleiðsluleyfi frá hinum finnska dráttarvélaframleiðanda.

Í eigu AGCO

Valtra, sem er hluti af AGCO samsteypunni (Agricultural quipment manufacturer), sem er með höfuðstöðvar í Duluth í Georgíu í Bandaríkjunum sem er nú orðinn aðaleigandi að dráttarvélarfyrirtæki sem upprunnið er í Bæjaralandi.

Afsprengi úr Deutz

AGCO var stofnað 1990 þegar yfirmaður hjá Deutz-Allis keypti samnefnt fyrirtæki í Bandaríkjunum af móðurfélaginu Klöckner-Humboldt-Deutz í Þýskalandi sem átti Deutz-Fahr dráttarvélamerkið.

Skylt efni: Gamli traktorinn

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...