Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Finnbogi Hermannsson.
Finnbogi Hermannsson.
Líf og starf 8. janúar 2019

Þýskir flóttamenn hitta fyrir íslenska bændur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undir hrauni heitir ný skáldsaga eftir Finnboga Hermannsson, rithöfund og fréttamann á Ísafirði. Sagan byggir á sögulegum atburðum hér á landi á stríðsárunum. Aðfaranótt 10. maí 1940 þegar Bretar tóku Ísland herskildi flúðu tveir þýskir skipbrotsmenn úr Reykjavík með senditæki í fórum sínum og tóku sér bólfestu austur í Rangárvallasýslu.

Hér á eftir má lesa kaflabrot um fund þýsku skipbrotsmannanna og rangæskra bænda. „Bændur undir Heklurótum urðu þeirra fyrst varir. Voru þeir að smala til rúnings einn þurran og sólfagran dag þegar þeir tóku eftir fataplöggum sem hengd höfðu verið til þerris á trjágreinar í hólma einum í Rangá. Sá hólmi nefnist Tjörvastaðahólmi. Fór nú margt um hugann hjá bændum og bændasonum sem voru með í för og biðu átekta. Varð úr að hinir eldri mennirnir knúðu drógir sínar út í ána sem var tæplega í kvið. Þegar þeir komu yfrum voru tveir menn að skríða úr tjaldi sínu allskelkaðir að sjá en meira hissa. Þeir höfðu búist við brugðnum byssustingjum þegar þeir heyrðu mannaferðina. Þeim létti stórum í tjaldgættinni að sjá þar bara búandmenn sem héldu í hross sín. Bændur heilsuðu að sveitasið og sögðu til sín. Komust að því að þetta voru Þjóðverjar sem skildu og töluðu ögn íslensku. Sögðust þeir stunda veiðar í ánni og skjóta fugla sér til viðurværis. Veiðistöng lá á tjaldinu og haglabyssa var hvílunautur þeirra við höfðagaflinn. Jafnframt var þar sérkennilegt tæki sem bændum fannst vera senditæki einhvers konar. Við það voru tengdar rafhlöður.

Bændur réðu nú ráðum sínum og veltu fyrir sér erindi mannanna á þessum slóðum. Engin ný bóla að Þjóðverjar væru að þvælast um landið og höfðu verið að rannsóknum það sem af var öldinni. Kom í ljós að þessir voru af Bahía Blanka og höfðu lagst út nóttina sem Bretar hernámu landið 10. maí. Hafði ræðismaðurinn ef til vill haft pata af því að bresk innrás væri yfirvofandi og vildi gera út njósnarmenn?
Í Rangárvallasýslu voru tveir valinkunnir Þjóðverjar og bjuggu á Hellu, annar bókari, hinn skraddari. Ekki hrófluðu Bretar við mönnum þessum. Ef til vill voru það kynni bænda við Þjóðverjana að þeim þótti ekki einboðið að afhenda Bretum drengina úr Tjörvastaðahólma.

Breskir hermenn höfðu komið austur til leitar og miðað nákvæmlega út senditæki piltanna þarna í hólmanum í Rangá. Einnig kom íslenskur túlkur með þeim austur. Sá var þekktastur fyrir þýskukennslu í útvarpinu. Bretar reyndu að fá upplýsingar um Þjóðverjana með fagurgala en ekki nærgangandi pínd sem þeir voru þekktir að. Í minni manna er að þýskukennarinn gaf sveitabörnunum brjóstsykur og reyndi að hæna þau að sér með fleðulegu fasi ef honum tækist að draga eitthvað upp úr þeim. En hvorki gekk né rak. Gistu Bretar og þýskukennarinn í Næfurholti undir Heklufjalli enda ekki í nein önnur hús að venda á þessum slóðum. Gestrisni bændafólks fór ekki í manngreinarálit eða gerði mismun á þjóðerni manna. Aumingja blessaðir mennirnir þurftu einhvers staðar að gista og fá góðgerðir. Þetta var samgróið íslenskri bændamenningu.

Bókaútgáfan Sæmundur gefur út.

Skylt efni: Finnbogi Hermannsson

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...