Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hundruð þýskra bænda á dráttarvélum söfnuðust saman í miðborg Berlínar þann 18. desember síðast liðinn til að mótmæla áformum stjórnvalda um að draga úr niðurgreiðslum á dísilolíu og skattaívilnunum fyrir landbúnaðartæki á næsta ári.
Hundruð þýskra bænda á dráttarvélum söfnuðust saman í miðborg Berlínar þann 18. desember síðast liðinn til að mótmæla áformum stjórnvalda um að draga úr niðurgreiðslum á dísilolíu og skattaívilnunum fyrir landbúnaðartæki á næsta ári.
Mynd / Skjáskot
Utan úr heimi 11. janúar 2024

Þýskir bændur mótmæla sparnaðaraðgerðum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Þýskir bændur hafa að undanförnu mótmælt áformum stjórnvalda um að draga úr niðurgreiðslum á dísilolíu og skattaívilnunum fyrir landbúnaðartæki með því að hefta umferð á hraðbrautum og dreifa skít í þéttbýli.

Hundruð þýskra bænda á dráttarvélum söfnuðust saman í miðborg Berlínar þann 18. desember síðastliðinn til að mótmæla áformum stjórnvalda um að draga úr niður- greiðslum á dísilolíu og skattaívilnunum fyrir landbúnaðartæki á næsta ári. Áform stjórnvalda um niðurfellingu skattaívilnana til bænda eru hluti af stórum sparnaðaraðgerðum þar í landi. Til að standa við sín eigin skuldabremsulög, sem kveða á um bann við hallarekstur ríkissjóðsins, voru stjórnvöld knúin til að grípa til stórtækra ákvarðana í fjárlögum sínum sem samþykkt voru undir lok síðasta árs.

Samkvæmt þeim verða afnumdar endurgreiðslur skatta á landbúnaðardísilolíu og skattaívilnun fyrir landbúnaðartæki. Bændur halda því fram að slíkar aðgerðir ógni afkomu þeirra og samkeppnishæfni þýska landbúnaðarins.

Því fjölmenntu þeir á traktorum við Brandenborgarhliðið í Berlín og mótmæltu fyrirhuguðum aðgerðum í desember og aftur í janúar. Forgöngumenn mótmælanna boðuðu ennfremur frekari mótmæli á landsvísu sem þeir hafa staðið við.

Mánudaginn 8. janúar tóku bændur sig og töfðu umferð á hraðbrautum víða um Þýskaland með akstri dráttarvéla og annarra landbúnaðatækja. Á fréttavef Reuters er haft eftir Jule Bonsels bónda í Rínarlandi að niðurfelling skattaívilnunarinnar þýddi um 20.000 evra kostnaðarauka fyrir hennar rekstur, sem samsvarar um þremur milljónum íslenskra króna. Hún sagði slíkt viðbótarálag óásættanlegt og koma í veg fyrir nýliðun í landbúnaði.

Fullyrt er í frétt Reuters að landbúnaður beri ábyrgð á 7,4% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda landsins. Umhverfisverndarsamtök segja bændur vel geti borið þá fjárhagslegu byrði sem fælist í niðurfellingunni. Haft er eftir Martin Hofstetter, landbúnaðarsérfræðingi Greenpeace, að það skjóti skökku við að ríkið sé að niðurgreiða notkun á dísilolíu þegar það ætti frekar að hætta notkun á henni.

Aftur á móti er haft eftir Erwin Decker, vínbónda í Svartaskógi, að niðurskurðurinn myndi gera út af við mörg fjölskyldurekin bú, nytjalönd myndu leggjast í órækt og engin ætti eftir að hagnast á því.

Skylt efni: Þýskaland | mótmæli

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...