Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hundruð þýskra bænda á dráttarvélum söfnuðust saman í miðborg Berlínar þann 18. desember síðast liðinn til að mótmæla áformum stjórnvalda um að draga úr niðurgreiðslum á dísilolíu og skattaívilnunum fyrir landbúnaðartæki á næsta ári.
Hundruð þýskra bænda á dráttarvélum söfnuðust saman í miðborg Berlínar þann 18. desember síðast liðinn til að mótmæla áformum stjórnvalda um að draga úr niðurgreiðslum á dísilolíu og skattaívilnunum fyrir landbúnaðartæki á næsta ári.
Mynd / Skjáskot
Utan úr heimi 11. janúar 2024

Þýskir bændur mótmæla sparnaðaraðgerðum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Þýskir bændur hafa að undanförnu mótmælt áformum stjórnvalda um að draga úr niðurgreiðslum á dísilolíu og skattaívilnunum fyrir landbúnaðartæki með því að hefta umferð á hraðbrautum og dreifa skít í þéttbýli.

Hundruð þýskra bænda á dráttarvélum söfnuðust saman í miðborg Berlínar þann 18. desember síðastliðinn til að mótmæla áformum stjórnvalda um að draga úr niður- greiðslum á dísilolíu og skattaívilnunum fyrir landbúnaðartæki á næsta ári. Áform stjórnvalda um niðurfellingu skattaívilnana til bænda eru hluti af stórum sparnaðaraðgerðum þar í landi. Til að standa við sín eigin skuldabremsulög, sem kveða á um bann við hallarekstur ríkissjóðsins, voru stjórnvöld knúin til að grípa til stórtækra ákvarðana í fjárlögum sínum sem samþykkt voru undir lok síðasta árs.

Samkvæmt þeim verða afnumdar endurgreiðslur skatta á landbúnaðardísilolíu og skattaívilnun fyrir landbúnaðartæki. Bændur halda því fram að slíkar aðgerðir ógni afkomu þeirra og samkeppnishæfni þýska landbúnaðarins.

Því fjölmenntu þeir á traktorum við Brandenborgarhliðið í Berlín og mótmæltu fyrirhuguðum aðgerðum í desember og aftur í janúar. Forgöngumenn mótmælanna boðuðu ennfremur frekari mótmæli á landsvísu sem þeir hafa staðið við.

Mánudaginn 8. janúar tóku bændur sig og töfðu umferð á hraðbrautum víða um Þýskaland með akstri dráttarvéla og annarra landbúnaðatækja. Á fréttavef Reuters er haft eftir Jule Bonsels bónda í Rínarlandi að niðurfelling skattaívilnunarinnar þýddi um 20.000 evra kostnaðarauka fyrir hennar rekstur, sem samsvarar um þremur milljónum íslenskra króna. Hún sagði slíkt viðbótarálag óásættanlegt og koma í veg fyrir nýliðun í landbúnaði.

Fullyrt er í frétt Reuters að landbúnaður beri ábyrgð á 7,4% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda landsins. Umhverfisverndarsamtök segja bændur vel geti borið þá fjárhagslegu byrði sem fælist í niðurfellingunni. Haft er eftir Martin Hofstetter, landbúnaðarsérfræðingi Greenpeace, að það skjóti skökku við að ríkið sé að niðurgreiða notkun á dísilolíu þegar það ætti frekar að hætta notkun á henni.

Aftur á móti er haft eftir Erwin Decker, vínbónda í Svartaskógi, að niðurskurðurinn myndi gera út af við mörg fjölskyldurekin bú, nytjalönd myndu leggjast í órækt og engin ætti eftir að hagnast á því.

Skylt efni: Þýskaland | mótmæli

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f