Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þyrla Lendhelgisgæslunnar TF-GRO sveimar yfir Skjaldfönn þar sem sigmaður seig niður með vistir til Indriða Aðalsteinssonar bónda.
Þyrla Lendhelgisgæslunnar TF-GRO sveimar yfir Skjaldfönn þar sem sigmaður seig niður með vistir til Indriða Aðalsteinssonar bónda.
Mynd / LG
Fréttir 19. mars 2020

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar flaug með vistir til bóndans á Skjaldfönn

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar flaug vestur á firði síðdegis í gær á TF-GRO og sinnti þar verkefnum í samvinnu við lögreglu og Veðurstofu Íslands.  Þyrlan lenti í gærkvöld á Ísafjarðarflugvelli og sótti þar vistir sem lögreglan hafði komið fyrir í pappakössum og ætlaðar voru innlyksa bónda á bænum Skjalfönn í Skjaldfannardal við Ísafjarðardjúp.

Indriði Aðalsteinsson sagði í í samtali við Bændablaðið að hann sé búinn að vera innilokaður á Skjaldfönn vegna snjóa og óveðurs síðan í byrjun janúar.

Með ólíkindum óskemmtilegt

Indriði Aðalsteinsson. 

„Þá sótti ég mér nauðsynjar á Hólmavík, en þá var vegurinn opinn. Síðan fékk ég bónda í Tungusveitinni á torfærujeppa til að koka með nauðsynjar fyrir röskum mánuði. Síðan hefur varla komið heill sólarhringur með almennilegt veður. Hefur þetta verið með ólíkindum óskemmtilegt og þreytandi veðurfar.“

Indriði lýsti því á fésbókinni í vikunni að hann væri orðinn matarlaus og kæmist hvorki lönd né strönd vegna snjóalaga og ófærðar. Hann var m.a. mjólkurlaus og hafði ekkert annað en vatn í hafragrautinn. Vinur hans Helgi Sveinbjörnsson, sem kenndur hefur verið við dýragarðinn Slakka, sá þessa færslu Skjaldfannarbónda og kom þeim upplýsingum áleiðis til yfirmanna hjá Landhelgisgæslunni. Þar var ákveðið að samnýta leiðangur þyrlusveitar á TF-GRO sem var að kanna snjóalög á Flateyri og víðar.

Vistirnar til Skjaldfannarbónda um borð í þyrlunni. 

Sigmaðurinn bar matinn inn að bænum

Þyrlusveitin flaug með vistirnar að bænum Skjaldfönn en vegna snjóalaga reyndist ekki unnt að lenda þyrlunni. Sigmanni var því slakað niður og vistunum komið fyrir í björgunarkörfu sem var látin síga úr þyrlunni. Sigmaðurinn bar matinn inn að bænum og ábúandinn var afar þakklátur fyrir aðstoðina.
Indriði segir að það skilji það enginn nema þeir sem lent hafi í virkilegum stórhríðum hvað þær geti verið djöfullegar.

Komst ekki út í fjárhús í 40 tíma

„Ég komst ekki í fjárhúsin í 40 klukkustundir vegna hvassviðris og ofstopa. Það var ekki þorandi að fara út fyrir dyr. Þá setti ég undir mig hausinn og braust út í fjárhús þó enn væri djöfuls illska í veðrinu. Það var ekki um annað að gera þar sem það þurfti að gefa fénu.“

Indriði segir stöðuna verri nú en þegar mest snjóaði veturinn 1995. Það sé svo mikið harðfenni að það hafi hreinlega ekki verið stætt í rokinu.

„Það eru ekki nema um 60 til 70 metrar hér út í fjárhús, en nú þarf ég að fara í króka þar sem hengjurnar eru svo háar að þetta er eins og yfir fjöll að fara. Þá er mikill vindstrengur hér á milli húsa. Þegar maður á það á hættu að takast á loft og kastast á gaddinn þá er nú betra að halda sig bara í húsum.“

Indriði segir að mestur hluti vegarins frá bænum niður að vegamótum sýsluvegarins sé kominn á bólakaf í nokkurra metra djúpan snjó. Enn hafi rúningsmenn t.d. ekki komist til hans og núna sé hann búin að blása af snoðklippingu.

Þyrlan TF-GRO á Ísafjarðarflugvelli að sækja vistir til Skjaldfannarbónda. 

Meiri snjór en veturinn 1995

Enda þarf féð að hafa það skjól sem hægt er þar sem fyrirsjáanlegt að obbinn af landi og hlíðum verður undir þykkum fönnum fram yfir Jónsmessu. Þetta er orðið svakalegt og það blasir við mikil kalhætta. Það var hver spilliblotinn öðrum verri í desember og fram yfir áramót. Það voru komin þykk svell á öll tún áður en yfir þau lögðust yfir mörg lög af  spilliblotafönn. Það er orðinn meiri snjór sumstaðar en veturinn 1995 og hélt maður þá að slíkt gæti aldrei gerst. Þá voru þetta frosthríðar og snjórinn mun loftkenndari og tók því fyrr upp þegar hlýnaði. Nú er þetta svellharður gaddur og staðan því miklu verri,“ segir Indriði Aðalsteinsson sem er afskaplega þakklátur fyrir sendingu Gæslumanna.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...