Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Höfundur: Prjónakveðja, stelpurnar í Handverkskúnst

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops Snow er á 30% afslætti í nóvember.

DROPS Design: Mynstur ee-784

Stærðir: S/M (M/L) L/XL

Ummál: Ca 17½ (19) 19 cm. Lengd: Ca 25 (26) 27 cm.

Garn: DROPS SNOW (fæst í Handverkskúnst) 100 (100) 100 gr litur á mynd nr 99, Norðursjór

Prjónar: Sokkaprjónar nr 6 og 7. Kaðalprjónn

Prjónfesta: 12 lykkjur x 15 umferðir með sléttprjóni með prjóna nr 7 = 10 x 10 cm.

Leiðbeiningar útaukning: Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður þannig:

Á undan lykkju með merki (á við um hægri vettling): Prjónið uppsláttinn slétt í aftari lykkjubogann. Lykkjan snýr til vinstri.

Á eftir lykkju með merki (á við um vinstri vettling): Lyftið uppslættinum af prjóni og setjið uppsláttinn til baka á prjóninn í gagnstæða átt, prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann. Lykkjan snýr til hægri.

HÆGRI VETTLINGUR: Fitjið upp 24 (26) 26 lykkjur á sokkaprjóna nr 6 með DROPS Snow. Prjónið 1 umferð slétt.

Prjónið stroff hringinn þannig (= 1 slétt, 1 brugðið) í 3 (3) 3 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 7 og prjónið þannig: Prjónið A.1 – aukið er út um 1 lykkju og fækkað um 4 lykkjur = 21 (23) 23 lykkjur. Prjónið A.2 yfir lykkjur í A.1 (6 merktu lykkjurnar í A.1 eiga að passa við 6 merktu lykkjurnar í A.2). Það er einnig sett merki fyrir op fyrir þumalfingur sem á að nota síðar (sjá svarta stjörnu í mynsturteikningu A.2), jafnframt þegar stykkið mælist 5 (5) 3½ cm byrjar útaukning fyrir þumalfingur – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING í útskýringu að ofan. Aukið út 1 lykkju á UNDAN lykkju með merki í annarri hverri umferð alls 6 (7) 8 sinnum = 27 (30) 31 lykkjur. Munið að fylgja prjónfestunni. Þegar stykkið mælist 13 (14) 14½ cm (útaukning fyrir þumalfingur á nú að vera lokið), setjið lykkjur á þráð fyrir þumalfingur þannig:

Prjónið eins og áður fram þar til 6 (7) 8 lykkjur eru eftir að lykkju með merki í, setjið næstu 6 (7) 8 lykkjur (ásamt lykkju með merki) á þráð fyrir þumalfingur, fitjið upp 1 nýja lykkju í umferð og prjónið 10 (10) 10 síðustu lykkjur í umferð = 22 (24) 24 lykkjur.

Prjónið A.3 yfir A.2 (6 merktu lykkjurnar í A.2 eiga að passa við 6 merktu lykkjurnar í A.3) þar til stykkið mælist 23 (24) 25 cm – stillið af að það séu minnst 2 umferðir á eftir sunning í kaðli í A.3, það eru eftir ca 2 (2) 2 cm að loka máli. Prjónið A.4 yfir A.3. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka eru 10 (12) 12 lykkjur í umferð.

Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman = 5 (6) 6 lykkjur. Klippið þráðinn, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eru eftir, herðið á þræði og festið vel.

Vettlingurinn mælist ca 25 (26) 27 cm.

ÞUMALL: Setjið 6 (7) 8 þumallykkjurnar af þræði á sokkaprjóna nr 7, prjónið einnig upp 3 lykkjur í lykkjuna sem fitjuð var upp á vettlingi (prjónið upp 1 lykkju í lykkjuna sem fitjuð var upp og 1 lykkju hvoru megin við þessa lykkju) = 9 (10) 11 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til þumalfingurinn mælist ca 5 (5½) 6 cm – það er eftir ca 1 (1) 1 cm að loka máli.

Prjónið 1 (0) 1 lykkju slétt, prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman = 5 (5) 6 lykkjur. Prjónið 1 (1) 0 lykkjur slétt, prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman = 3 (3) 3 lykkjur.

Klippið þráðinn, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel.

Þumalfingurinn mælist ca 6 (6½) 7 cm.

VINSTRI VETTLINGUR: Fitjið upp 24 (26) 26 lykkjur á sokkaprjóna nr 6 með DROPS Snow.

Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið stroff hringinn þannig (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 (3) 3 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 7 og prjónið þannig: Prjónið A.1 – aukið er út um 1 lykkju og fækkað um 4 lykkjur = 21 (23) 23 lykkjur. Prjónið A.2 yfir lykkjur í A.1 (6 merktu lykkjurnar í A.1 eiga að passa við 6 merktu lykkjurnar í A.2). Það er einnig sett merki fyrir op fyrir þumalfingur sem á að nota síðar (sjá hvíta stjörnu í mynsturteikningu A.2), jafnframt þegar stykkið mælist 5 (5) 3½ cm byrjar útaukning fyrir þumalfingur – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING í útskýringu að ofan. Aukið út 1 lykkju á EFTIR lykkju með merki í annarri hverri umferð alls 6 (7) 8 sinnum = 27 (30) 31 lykkjur. Þegar stykkið mælist 13 (14) 14½ cm (útaukning fyrir þumalfingur á nú að vera lokið), setjið lykkjur á þráð fyrir þumalfingur þannig: Prjónið eins og áður fram til og með lykkju með merki í, setjið næstu 6 (7) 8 lykkjur á þráð fyrir þumalfingur, fitjið upp 1 nýja lykkju í umferð og prjónið síðustu lykkju í umferð = 22 (24) 24 lykkjur. Prjónið A.3 yfir A.2 (6 merktu lykkjurnar í A.2 eiga að passa við 6 merktu lykkjurnar í A.3) þar til stykkið mælist 23 (24) 25 cm – stillið af að það séu minnst 2 umferðir á eftir snúning í kaðli í A.3, það eru eftir ca 2 (2) 2 cm að loka máli. Prjónið A.4 yfir A.3. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka eru 10 (12) 12 lykkjur í umferð.

Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman = 5 (6) 6 lykkjur. Klippið þráðinn, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eru eftir, herðið á þræði og festið vel. Prjónið þumalfingur á sama hátt og á hægri vettlingi.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...