Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Agave Victoria-regina.
Agave Victoria-regina.
Á faglegum nótum 7. ágúst 2019

Þykkblöðungar – skrýtin skrautblóm

Höfundur: Þröstur Þórsson


Þykkblöðungar eru plöntur sem geta geymt vatn í blöðunum til nota í langvarandi þurrkatíð. Blöðin eru þykk og oft með sérkennilegum litum og formum, sem gefa þeim skrautgildi. Einstaka tegundir eru þó með ljómandi falleg blóm.

Þykkblöðungar finnast víða um heim í öllum gróðurbeltum frá túndru til miðbaugs.  Mest fjölbreytnin er í Suður-Afríku og Mexíkó.

Crassula ovata.

Þykkblöðunga má finna í mörgum plöntuættum 

Flestar tegundirnar er að finna innan Hnoðraættar (Crassulaceae). Mörvar (Crassula) eru að mestu bundnir við syðsta hluta Afríku. Þetta eru dæmigerðir þykk­blöðungar með kjötmiklum blöðum. Silfurmörvi (C. ovata), betur þekktur undir nafninu paradísartré, er lítill runni og þekktasta tegundin í ræktun hér. Krans­akollar (Echeveria) koma frá Ameríku. Blöðin mynda þéttan formfagran krans, sem oftast er um 10-15 sm breiður. Kóraltoppar (Kalanchoe) eru fjölbreyttir í stærð og gerð og vaxa á víðfeðmu svæði í Afríku og Asíu. Flestar tegundir í ræktun koma frá Madagaskar, t.a.m. ástareldur (K. blossfeldiana), sem aðallega er ræktaður vegna blómanna. Húslaukar (Sempervivum) eru lágvaxnar breiðumyndandi  fjallaplöntur, upprunnar frá suðurhluta Evrópu og V-Asíu. Hnoðrar (Sedum) eru útbreiddir um allt norðurhvel jarðar. Taglhnoðri (S. morganianum) er skemmtileg planta sem líkist helst reipi. 

Grasliljuætt (Asphodelaceae) er einnig rík af skemmtilegum þykkblöðungum.  Lóuliljur (Aloe) eru útbreiddar um sunnanverða Afríku. Tegundirnar eru allt frá því að vera örfáir sentimetrar á hæð og breidd upp í margra metra há tré. Blöðin eru safamikil og mynda frekar óreiðukenndan krans. Græðililju (A. vera) ættu flestir að þekkja. Flugmannalilja (Haworthiopsis fasciata) líkist lítilli lóulilju en er í annarri en náskyldri ættkvísl.  

Þyrnililjur (Agave) eru af spergilsætt (Asparagaceae) og eru upprunnar í nýja heiminum. Þær líkjast nokkuð lóuliljum í útliti en þekkjast helst af stinnum broddi í blaðendum og trefjaríkum blöðum. Viktoríulilja (A. victoriae-reginae) er formfögur meðalstór þyrnililja, sem er mikil heimilisprýði þó broddarnir séu vissulega varasamir.

Umhirða þykkblöðunga er einföld

Þykkblöðungar eru yfirleitt ljóselskar plöntur og þola vel að baða sig í sól a.m.k hluta úr degi. Sumar geta staðið í suðurglugga allt árið en flestum líður betur við minni birtu yfir sumartímann. Þumalputtaregla segir að eftir því sem plantan er grænni því viðkvæmari sé hún fyrir sólinni.

Kóraltoppur, Kalanchoea blossfeldina.

Vökva ætti sparlega. Á sumrin nægir að vökva vikulega til hálfsmánaðarlega. Á veturna þarf lítið sem ekkert að vökva. Sumar tegundir þola að moldin þorni alveg milli vökvana en aðrar þola það síður. Byrji planta að fella blöð getur það bent til ofþornunar. Það getur líka verið merki um of blautan jarðveg, sem er kannski algengasta dánarorsök þykkblöðunga í heimahúsum. Ræturnar fúna í langvarandi bleytu og hætta að geta tekið upp vatn. Pottamoldin þarf því að hleypa vatni vel í gegnum sig og potturinn þarf að hafa góð botngöt. Best er að undirvökva og passa að fjarlægja vatn úr skálinni, þegar moldin er orðin gegnrök.
Þykkblöðungar vaxa flestir hægt og þurfa litla næringu. Nóg er að gefa áburð af og til yfir sumarið.

Sjúkdómar eða meindýr eru yfirleitt ekki til vandræða. Að fjölga þykkblöðungum er auðvelt í flestum tilfellum. Oftast dugir að stinga blað- eða stöngulbútum í raka mold. Plöntum sem senda út hliðarskot er einfalt að fjölga með því að rífa hliðarskotið af og stinga í mold.

Þröstur Þórsson, nemi í garðyrkjuframleiðslu og starfsmaður LbhÍ, Reykjum.
 

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f