Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þverá
Bóndinn 13. janúar 2022

Þverá

Daníel Atli er fæddur og uppalinn í Klifshaga í Öxarfirði. Berglind er fædd og uppalin í Lýtingsstaðahreppi hinum forna. Árið 2019 kaupa þau kindur og vélar og taka jörðina á leigu af ömmusystur Daníels og manni hennar, þeim Árdísi og Tryggva, en þau búa í öðru húsi á jörðinni og eru með nokkrar kindur líka. 

Býli: Þverá.

Staðsett í sveit: Þessi Þverá er í Reykjahverfi.

Ábúendur: Daníel Atli Stefánsson og Berglind Heiða Guðmundsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Daníel Atli Stefánsson og Berglind Heiða Guðmundsdóttir.

Stærð jarðar?  4.000 ha.

Gerð bús? Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Í vetur eru 325 ær, 93 gimbrar, 14 hrútar og 8 smálömb. Hestarnir eru tveir þótt þeim sé laumað annað á veturna.  

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Þeir eru eðli málsins samkvæmt jafn misjafnir og þeir eru margir. Sauðburður tekur allan tíma á vorin og sumrin fara í heyskap. Daníel fer í rúningsverktíðir í mars og nóvember. Einnig grípur hann í aðra vinnu þegar tími gefst. Berglind starfar utan bús sem sjúkraliði á Húsavík en er í veikindaleyfi. 

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er alltaf skemmti-legast að ragast í lömbum á haustin, sérstaklega ef þau eru sæmileg eftir sumarið. Sauðburður alltaf skemmtilegur líka ef vel gengur. Leiðinlegast er að setja fullorðinsnúmer í líflömbin og þegar dýr veikjast.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi með svipuðum hætti, kannski nokkrum kindum meira ef allt gengur upp.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Með því að leggja þessa ágætu vöru fram á aðeins seljanlegri máta. Fólk virðist hafa minni tíma en áður og því þarf að svara þeirri köllun neytenda að varan sé í fjölskylduvænni umbúðum og þannig fram sett að menn vilji kaupa vöruna. 

Á sama tíma verðum við bændur að leggja okkur fram við að framleiða vöru sem við getum verið stoltir af að leggja á markað til neytenda. Hugsanlega væri þá betra ef afurðaverð væri þannig að enn meira væri borgað fyrir góða vöru og enn minna fyrir lakari vöru.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör og ostur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Feitt kjöt af veturgömlum kindum. Í öllum mögulegum framsetningum.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við vorum heilan dag að keyra heim rúllum.

Berglind dró vagninn og Daníel setti á og tók af á annarri vél. Við brunuðum til Akureyrar um kvöldið og daginn eftir fæddist Pétur Björn.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...