Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Karen Björg Gestsdóttir, framkvæmdastjóri Gullkorns þurrkunar ehf.
Karen Björg Gestsdóttir, framkvæmdastjóri Gullkorns þurrkunar ehf.
Mynd / ÁL
Fréttir 21. desember 2023

Þurrkun á korni gekk vel

Höfundur: ÁL

Fyrsta starfsár Gullkorn þurrkun ehf. byrjaði með sóma og tókst nýjum eigendum vel að að læra á tækjabúnaðinn.

Þurrkstöðin

Þetta segir Karen Björg Gestsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins og bóndi á Kaldárbakka í Kolbeinsstaðahreppi. Á bak við fjárfestinguna standa jafnframt bændur frá Hundastapa á Mýrum, Brúarhrauni og Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi, ásamt Stakkhamri í Eyja­ og Miklaholtshreppi.

Sjötíu tonn af korni fóru í gegnum þurrkstöðina í haust, en Karen segir það vel undir afkastagetu þurrkarans, sem er átján rúmmetrar að stærð. Þurrkstöðin eigi að ráða við talsvert magn þó Karen nefni ekki nákvæma tölu. Til að byrja með standi aðallega til að þurrka bygg, en svo megi skoða aðrar korntegundir.

Lélegt kornár kom í veg fyrir fulla nýtingu á þurrkstöðinni, en margir bændur hafi ýmist ekki getað sett niður sáðkorn eða ekki fengið uppskeru að neinu magni. Að þessu sinni hafi einungis þeir bændur sem stóðu á bak við kaupin nýtt stöðina en til standi að hún verði nýtt til að þjónusta fleiri bændur á svæðinu. Karen telur mikilvægt að hafa fleiri valkosti en að sýra allt bygg.

Geymsluplássið við stöðina dugði vel fyrir það korn sem þurrkað var í haust. Með kaupum á stöðinni fylgdi bíll til kornflutninga, sem opni möguleika á að blása korninu beint upp í síló heima á bæjunum. Þá ætli bændurnir að valsa korn sem verði sett í stórsekki. Stefnt sé að því að stöðin standi undir kostnaði sem allra fyrst og ætli allir eigendurnir að efla eigin kornrækt. Sárafá vandamál hafi komið upp og verkefnalistinn fyrir næsta haust sé ekki langur.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f