Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sigurður Bjarni Rafnsson.
Sigurður Bjarni Rafnsson.
Fréttir 28. desember 2023

Þungur rekstur sláturhúsa

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í byrjun desember tók Sigurður Bjarni Rafnsson til starfa sem sláturhússtjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga (KS).

Um nýja stöðu er að ræða innan KS sem varð til eftir að Ágúst Andrésson lét af störfum sem forstöðumaður kjötafurðasviðs, eftir 27 ára starfsaldur þar innanbúðar.

„Ég er mjög ánægður yfir því að vera kominn aftur til Kaupfélags Skagfirðinga, þetta er eins og að koma aftur heim eftir gott sumarfrí. Það að fá tækfæri til að koma aftur til starfa við kjötafurðastöðina var vissulega áskorun sem erfitt er að segja nei við, ég var búinn að vera framleiðslustjóri hér í 18 ár og þekki nú innviðina nokkuð vel. Nú kem ég aftur ferskur til starfa og hlakka til að takast á við þau verkefni sem bíða,“ segir Sigurður.

Sér um daglegan rekstur á Sauðárkróki

Sigurður segir að hann muni sjá um allt sem viðkemur daglegri stjórnun í sláturhúsinu á Sauðárkróki og svo um öll samskipti við Sláturhús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga, sem er í helmingseigu KS. Stórgripasláturhúsið á Hellu, sem einnig er í eigu KS, verður undir stjórn kjötvinnslunnar Esju gæðafæðis, sem er dótturfyrirtæki KS. „Með nýjum mönnum verða vissulega einhverjar breytingar og vissulega komum við til með að endurskoða með hvaða hætti það verður, en enn sem komið er hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir hvernig við ætlum að standa að þessu en stefnan er að þjónusta bændur og alla okkar viðskiptamenn eins vel og hægt er.“

Möguleikar opnast með vinnslu og sölu hliðarafurða

Spurður um rekstrarskilyrði og -afkomu sláturhúsa í dag, segir Sigurður að þótt staðan sé ekki björt sem stendur séu möguleikar í augsýn. „Rekstrarumhverfi sláturhúsa á Íslandi er verulega þungt og við verðum að leita allra leiða til að ná að hagræða eins og hægt er.

Ég er sannfærður um að með samvinnu um úrvinnslu og sölu á öllum hliðarafurðum sem fellur til í landinu þá opnist möguleikar til hagræðingar og bara það að geta selt vörurnar í stað þess að borga fyrir förgun, þar getum við gert betur í krafti stærðarinnar og með því er hugsanlega hægt að bæta rekstrarafkomu sláturhúsa.

Það er því miður svo að sauðfé heldur áfram að fækka og allt útlit fyrir að því fækki enn frekar og við verðum að bregðast við því og leita leiða til að gera slátrun á eins hagkvæman hátt og ef það þýðir fækkun á sláturhúsum þá er það skylda okkar að skoða alla möguleika sem eru í boði þar en gæta þess að þjónustan við bændur og aðra viðskiptamenn verði ávallt eins góð og kostur er.

Það er klárlega fullt af krefjandi verkefnum fram undan. það þarf að velta við fullt af steinum, líta í öll horn, skoða alla möguleika hvar er hægt að gera betur svo við getum skilað af okkur betri afurðum og afkomu.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...