Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
 Þróun matvælaverðs hér á landi sambærileg og í nágrannalöndum okkar
Líf og starf 13. september 2023

Þróun matvælaverðs hér á landi sambærileg og í nágrannalöndum okkar

Höfundur: Sverrir Falur Björnsson

Verðþróun Samræmd vísitala neysluverðs er notuð til að mæla breytingar á verðlagi innan EES og auðvelda með því samanburð á verðbólgu milli ríkjanna. Grunnur samræmdrar vísitölu neysluverðs er byggður á sömu gögnum og íslenska neysluverðsvísitalna. Þó eru þær ekki algjörlega sambærilegar, vegna mismunandi umfangs einstakra liða.

Mestu munar að eigið húsnæði er ekki með í samræmdu vísitölunni. Samkvæmt vísitölunni mælist 12 mánaða verðbólga í júlí 7,5% hér á landi en 6,1% innan EES svæðisins. Hér sést að hægt hefur á verðhækkunum erlendis á bæði kjöt-, mjólkur- og kornvörum á meðan verðbólgan á íslenskum matvörum sérstaklega hafði enn ekki byrjað að lækka þegar júlímælingar voru birtar. Hæst náði 12 mánaða verðbólga á matvörum tæplega 20% í Evrópu fyrri hluta þessa árs en féll svo hratt.

Verðbólga á matvælum hefur ekki náð þeim hæðum á Íslandi en í júlí leitaði hún enn þá upp á við og var þá nánast sú sama og evrópska matvælaverðbólgan.

Matvælaverð Samræmd vísitala neysluverðs mælir 12 mánaða hækkun matvæla í júlí 12,2% hér á landi en 12,6% innan EES svæðisins.

Kjötvörur Samræmd vísitala neysluverðs mælir 12 mánaða hækkun á kjötvörum í júlí 15,1% hér á landi en 8,6% innan EES svæðisins.

Kornvörur Samræmd vísitala neysluverðs mælir 12 mánaða hækkun á mjólkurvörum í júlí 12,3% hér á landi en 13,1% innan EES svæðisins.
Mjólkurvörur Samræmd vísitala neysluverðs mælir 12 mánaða hækkun á mjólkurvörum í júlí 12,5% hér á landi en 8,9% innan EES svæðisins.

Skylt efni: Matvælaverð

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...