Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
 Þróun matvælaverðs hér á landi sambærileg og í nágrannalöndum okkar
Líf og starf 13. september 2023

Þróun matvælaverðs hér á landi sambærileg og í nágrannalöndum okkar

Höfundur: Sverrir Falur Björnsson

Verðþróun Samræmd vísitala neysluverðs er notuð til að mæla breytingar á verðlagi innan EES og auðvelda með því samanburð á verðbólgu milli ríkjanna. Grunnur samræmdrar vísitölu neysluverðs er byggður á sömu gögnum og íslenska neysluverðsvísitalna. Þó eru þær ekki algjörlega sambærilegar, vegna mismunandi umfangs einstakra liða.

Mestu munar að eigið húsnæði er ekki með í samræmdu vísitölunni. Samkvæmt vísitölunni mælist 12 mánaða verðbólga í júlí 7,5% hér á landi en 6,1% innan EES svæðisins. Hér sést að hægt hefur á verðhækkunum erlendis á bæði kjöt-, mjólkur- og kornvörum á meðan verðbólgan á íslenskum matvörum sérstaklega hafði enn ekki byrjað að lækka þegar júlímælingar voru birtar. Hæst náði 12 mánaða verðbólga á matvörum tæplega 20% í Evrópu fyrri hluta þessa árs en féll svo hratt.

Verðbólga á matvælum hefur ekki náð þeim hæðum á Íslandi en í júlí leitaði hún enn þá upp á við og var þá nánast sú sama og evrópska matvælaverðbólgan.

Matvælaverð Samræmd vísitala neysluverðs mælir 12 mánaða hækkun matvæla í júlí 12,2% hér á landi en 12,6% innan EES svæðisins.

Kjötvörur Samræmd vísitala neysluverðs mælir 12 mánaða hækkun á kjötvörum í júlí 15,1% hér á landi en 8,6% innan EES svæðisins.

Kornvörur Samræmd vísitala neysluverðs mælir 12 mánaða hækkun á mjólkurvörum í júlí 12,3% hér á landi en 13,1% innan EES svæðisins.
Mjólkurvörur Samræmd vísitala neysluverðs mælir 12 mánaða hækkun á mjólkurvörum í júlí 12,5% hér á landi en 8,9% innan EES svæðisins.

Skylt efni: Matvælaverð

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...