Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
María Dís Ólafsdóttir og Leonard Jóhannsson eru ungir og öflugir frumkvöðlar sem fengu nýlega 20 milljóna króna styrk frá Tæknirþóunarsjóði Rannís.
María Dís Ólafsdóttir og Leonard Jóhannsson eru ungir og öflugir frumkvöðlar sem fengu nýlega 20 milljóna króna styrk frá Tæknirþóunarsjóði Rannís.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 3. febrúar 2023

Þróa fyrsta samsetta fiskileðrið á Íslandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýsköpunarfyrirtækið AMC hlaut nýverið Sprotastyrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís upp á samtals 20 milljónir króna til næstu tveggja ára. Styrkurinn verður notaður til að þróa samsett fiskileður.

„Vinnan hingað til hefur að mestu leyti verið að afla upplýsinga um sútunaraðferðir, lestur á rannsóknum og spá fyrir um aðgang að hráefni í framtíðinni.

Við gerum ráð fyrir nokkrum árum í rannsóknir og tilraunir áður en fyrsta varan verður klár. Hvað hráefni í tilraunir varðar þá hef ég fengið það í litlum skömmtum frá fiskvinnslum. 

Mig langar þó að komast í samband við fleiri vinnslur og fá fleiri tegundir af roði, t.d. vantar mig enn þá bleikjuroð,“ segir María Dís Ólafsdóttir, annar eigenda nýsköpunarfyrirtækisins AMC.

María Dís, sem er lífverk­fræðingur, og unnusti hennar, Leonard Jóhannsson vélfræðingur, eru með vinnuaðstöðuna heima hjá sér á Akureyri við Spítalaveg 1.

Nanna Lín

Verkefni Maríu og Leonards hlaut Norðursprotann í hugmyndasamkeppni síðastliðið vor og hefur verið stutt af fyrirtækjastyrknum Fræ hjá Rannís. 

Verkefnið fékk nýverið endanlegt nafn og ber heitið Nanna Lín. Nanna Lín er leður gert úr afgangsroði og mun lokaafurðin að sögn Maríu verða sterkt og gott leður í metravís.

„Með því að nýta hliðarafurðir til leðurgerðar má til dæmis leysa ýmis gervi­textílefni af hólmi og draga með því úr mengun og losun vegna þeirra. Varan er til að mynda ætluð húsgagnaframleiðendum, bólstrurum og öðrum hönnuðum sem vinna með textíl,“ segir María og bætir við:

„Þetta er mjög stórt og spennandi verkefni sem við eigum fyrir höndum. Með því að bjóða upp á stóra fleti af leðri má ná mun betri nýtni í framleiðslu á vörum, samanborið við leður sútað með hefðbundnum hætti.“

Skylt efni: fiskileður

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...