Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þrjár skáldkonur
Líf og starf 20. desember 2022

Þrjár skáldkonur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skriða á Patreksfirði hefur sent frá sér þrjár bækur. Tvær ljóðabækur, Næturlýs og Spádómur fúl­eggsins og eina barna­bók, Með vindinum liggur leiðin heim.

Með vindinum liggur leiðin heim er barnabók eftir Auði Þórhallsdóttur. Töfrar lífsins gerast í lítilli vík í norðri þegar andarungar skríða úr eggjum. Andamamma brýnir fyrir börnum sínum hversu mikilvægt sé að halda hópinn en einn þeirra gleymir sér yfir undrum veraldar og týnist.

Gamall lífsreyndur hundur finnur ungann og með þeim tekst einstök vinátta. Þrátt fyrir að unginn finni öryggi og ást hjá hundinum og fjölskyldu hans þá býr innra með honum þrá eftir frelsi fuglanna. Bókin byggir á sannri sögu af vinskap hunds og andarunga.

Næturlýs er ljóðabók eftir Sigurbjörgu Friðriksdóttur. Þetta er þriðja ljóðabók höfunda og segir í kynningu að ljóðin séu myrk og meitluð og draga lesandann inn á svið þar sem öll skilningarvit eru virkjuð.

Spádómur fúleggsins er ljóðabók eftir Birtu Ósmann Þórhallsdóttur og jafnframt fyrsta ljóðabókin sem hún gefur út undir eigin nafni. Bókin fjallar um það að nema drauma, að nema tíma fugla, fiska og manna, að nema það sem kemur og hverfur. Birta hefur áður sent frá sér örsagnasafnið Einsamræður og hún hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2016.

Skylt efni: bókaútgáfa

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...