Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Skýringarmynd af þrívíðri prentun taugavefja. Lífefni, lifandi frumur og raðstjórnun eru helstu þættir lífprentunar.
Skýringarmynd af þrívíðri prentun taugavefja. Lífefni, lifandi frumur og raðstjórnun eru helstu þættir lífprentunar.
Mynd / ResearchGate
Utan úr heimi 14. maí 2024

Þrívíddarprentaður heilavefur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Vísindamenn hafa þróað þrívíða lífprentun sem formar virkan mennskan taugavef.

Greint er frá því í Scientific European að stofnfrumur í þrívíddarprentuðum vefjum vaxi og myndi taugahringrásir og stafrænar tengingar við aðrar taugafrumur. Þannig líki þær eftir náttúrulegum heilavef. Slíka lífprentaða taugavefi sé hægt að nota til að búa til líkan af sjúkdómum í mönnum, svo sem Alzheimer, Parkinsons o.fl., sem orsakist af skerðingu á taugakerfi. Segja vísindamennirnir að allar rannsóknir á heilasjúkdómum krefjist aukins skilnings á virkni taugakerfa manna.

Þrívíð lífprentun er ferli þar sem náttúrulegu eða tilbúnu lífefni (e. bioink) er blandað saman við lifandi frumur og prentað, lag fyrir lag, í náttúrulega vefi líkt og í þrívíddarbyggingu. Frumurnar vaxa í lífblekinu og hið prentaða þróast þannig í átt að því að líkja eftir náttúrulegum vefjum eða líffærum.

Mennskur taugavefur hefur áður verið þrívíddarprentaður með stofnfrumum en þá vantaði m.a. tauganetsmyndun sem nú hefur verið leyst með því að stafla prentuðum lögum ekki lóðrétt heldur lárétt, sem sagt er gera gæfumuninn.

Þetta þykir áhugaverð framför fyrir rannsóknir á taugakerfi manna. Dýrarannsóknir séu t.d. takmarkandi vegna tegundasértæks mismunar. Segir Scientific European að þessar nýju uppgötvanir geti markað tímamót í að skilja betur hvernig heilasjúkdómar myndist í mönnum og stuðlað að þróun virkra meðferða til að vinna bug á þeim.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...