Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Púðursykurskaka með bláberjum og íslenskum rjóma.
Púðursykurskaka með bláberjum og íslenskum rjóma.
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 7. október 2016

Þrír einfaldir og góðir eftirréttir

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Hér koma þrír einfaldir og góðir eftirréttir fyrir helgina þar sem bláber, súkkulaði og möndlur eru í aðalhlutverki. 
 
Púðursykurskaka með bláberjum og íslenskum rjóma
 
Kannski einfaldasta og besta kakan þegar haustið tekur yfir og líkaminn kallar á eitthvað sætt. Þá er um leið hægt að friða samviskuna með meinhollum bláberjum í bland við sykurinn.
  • 5 dl eggjahvítur
  • 5 dl púðursykur
  • 1/2 msk. kartöflumjöl
  • 1 peli rjómi (þeyttur)
  • fullt af bláberjum (ekki er verra að þau séu handtínd, annars bara úr búðinni)
Aðferð
Til að gera þessa gömlu og góðu köku byrjum við á að hræra saman öllu hráefninu í botninn; eggjahvítu, púðursykri og kartöflumjöli – og svo þeyta uns blandan verður loftkennd og stinn. Bakað í tveimur lausbotna formum í eina klukkustund við 100 gráður. Leggjum þær svo á hvolf á kökudiska og tökum formin af, leyfum að kólna. Setjum svo saman með bláberjum og þeytta rjómanum. Gott er að strá smá súkkulaðispæni yfir og loka svo með hinum botninum. Það má svo skreyta með ögn af rjómanum og berjum á toppinn.
 
 
 
Súkkulaðikaka („Club Sandwich “)
  • 300 g heil egg
  • 90 g agave-síróp
  • 150 g sykur
  • 90 g hakkaðar möndlur
  • 145 g hveiti
  • 30 g kakóduft
  • 10  g lyftiduft
  • 145 g rjómi 
  • 165 g smjör 
  • 80 g dökkt súkkulaði  
  • sulta að eigin vali
 
Aðferð
Blandið eggjum og agave-sírópi  saman við sykurinn.
Bætið við hökkuðum möndlum og sigtuðu hveiti með kakó- og lyftidufti.
Bætið við rjóma, smjöri og heitu bræddu súkkulaði.
 
Möndlumulningur
  • 140 g púðursykur
  • 140 g hveiti
  • 140 g hakkaðar möndlur
  • 140 g smjör  
Aðferð
Sigtið saman þurrefnin. Bætið köldu smjöri við sem skorið er í teninga og hrærið saman  í hrærivél  með spaða.
 
Hráefnið mun smám saman blandast saman í deig.
 
Mótið í litlar kúlur eða litla kubba með hníf. Sett til hliðar í kæli. 
 
Bakið svo við 150–160 gráður þar til mulningurinn er gullinn á lit.
 
Útbúið möndlumulninginn og setjið 200 g ofan á kökudeigið. Bakið við 160 gráður í um 10 mínútur.
 
Berjasulta. Dreifið 420 g yfir helming súkkulaðikökunnar. Lokið með hinum helmingnum af kökunni og þrýstið varlega saman.
 
Frystið. 
Skerið í 7 x 7cm þríhyrninga eins og gert við bjórsamlokur.
Framreiðið með jarðarberjum.
 
Umbúðahugmynd
Setjið í samlokuumbúðir til gamans, þá  passar kakan beint í bakpokana í haustgöngutúrana.
 
 
Kakómjólkurkrem með sykurpúðum og hindberjum
fyrir 6–8 skammta
 
Kakómjólkur-súkkulaðikrem
  • 70 g kakómjólk
  • 115 g rjómi
  • 50 g eggjarauður
  • 40 g sykur
  • 165 g gott mjólkursúkkulaði
  • 50 g vatn
  • 10 g kakóduft
Aðferð
Koma rjómablandinu til suðu.
Blandið sykri og eggjarauðu saman.
Elda í potti við 85 °C (nota kjarnhitamæli fyrir kjöt).
Hellið yfir súkkulaði til að gera súkkulaðikremið.
Hita upp vatnið og bætið kakódufti í, þá bætið við súkkulaðikremið.
Gott að vinna saman með töfrasprota og setja svo í glös í kæli.
 
Hvítsúkkulaði-sykurpúðar
  • 40 g eggjahvítur
  • 120 g sykur
  • 24 g glúkósa; hunang eða agave-síróp
  • 35 g vatn
  • 5 g matarlím
  • 25 g hvítt súkkulaði
Látið matarlím liggja  í vatni í um 20 mínútur.
 
Elda sykur og vatn í 143 gráðum (nota kjötmæli) og þá er matarlími bætt í sykurblönduna.
Þeytið eggjahvítu og hellið sykri yfir til að gera marengs.
 
Látið kólna við stofuhita. Bætið bræddu hvítu súkkulaði yfir og sprautið ofan á glasið. Skreytið með hindberjum.
 
Ef á að nota sykurpúðana í annað er gott að setja þá á bakka og sigta yfir 50/50 af flórsykri og maísmjöli – þá myndast húð utan um sykurpúðana.
Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f