Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þrif samkvæmt fyrirmælum landlæknis áður en framleiðsla má halda áfram
Fréttir 27. mars 2020

Þrif samkvæmt fyrirmælum landlæknis áður en framleiðsla má halda áfram

Höfundur: Vilmundur Hansen

Komi upp COVID-19 smit við matvælaframleiðslu ber tafarlaust að senda starfsfólk í sóttkví og þrífa vinnustaðinn samkvæmt tilmælum landlæknis áður en starfsemi getur haldið áfram. Ólíklegt er að vírusinn berist með matvælum.

Ingibjörg Jónsdóttir, fagsviðs­stjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, segir að ef uppkomi smit á COVID-19 veirunni í matvælaframleiðslu beri viðkomandi og öllum samstarfsmönnum að fara í sóttkví.

„Landlæknir ákveðu næstu skref og hvernig er brugðist er við. Fólk sem hefur greinst með COVID-19 eða er með nefrennsli, hósta eða hnerra má ekki vinna við að framleiða mat eða bera fram matvæli. Þessi regla er skýr í reglugerð um hollustuhætti matvæla og samkvæmt henni skulu stjórnendur matvælafyrirtækja gera ráðstafanir til að tryggja að starfsmenn sem meðhöndli matvæli sé heilbrigt.“

Þrif samkvæmt fyrirmælum landlæknis

Ingibjörg segir að ef starfsmaður greinist með COVID-19 og einkenni komið fram eftir að hafa mætt til vinnu á hann og samstarfsfólk hans tafarlaust að fara í sóttkví samkvæmt tilmælum landlæknis.

„Einnig eiga að fara fram þrif á vinnustaðnum samkvæmt leiðbeiningum landlæknis áður en vinnsla hefst aftur með öðrum starfsmönnum eða þegar sóttkví lýkur.“

Vírusinn þarf hýsil

Samkvæmt því sem segir á heimasíðu Mast þurfa kórónavírusar hýsil, menn eða dýr, og geta því ekki fjölgað sér í mat. „Litlar líkur eru taldar á að vírusinn geti borist með matvælum. Smit með matvælum þyrfti í öllu falli að fela í sér mengun frá sýktum einstaklingi sem meðhöndlar matvæli með óhreinum höndum, eða með dropasmiti frá hósta eða hnerra.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...